Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 07:15 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi. Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira