Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar 16. desember 2024 09:02 Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Jól Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun