Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 15:31 Bjarni mun funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða valmöguleika sína. vísir/bjarni Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46