Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2024 13:07 Benedikta varð fyrir miklum vonbrigðum með tillögu MAST og setur ennfremur spurningamerki við tímasetninguna. Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar. Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar.
Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06