RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar 13. desember 2024 10:30 Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun