Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar 12. desember 2024 14:32 Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun