Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 12:04 Erindi borgarans til borgarinnar var ekki svarað í tvö ár. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar segist taka ábendingar Umboðsmanns Alþingis um aðgengi fólks að starfsfólki og þjónustu sviðsins alvarlega. Mannleg mistök hafi leitt til þess að gagnabeiðni frá borgara var ekki afgreidd í tvö ár. Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun. Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun.
Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira