Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 12:03 Steinunn Þórðardóttir, formaðru Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina. Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira