„Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 13:49 Maðurinn sagðist sjá mjög eftir háttsemi sinni. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta barnaverndarlög vegna framkomu sinnar gagnvart tveimur ellefu ára drengjum. Manninum er þó ekki gerð refsing í málinu. Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent