Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. desember 2024 08:32 Mannkynið stendur þegar þetta er skrifað í 8 milljörðum, 184 milljónum, 495 þúsund, 984 og fer vaxandi. Við aldarmótin 2000 stóð mannkynið í rúmum sex milljörðum, árið sem ég kom í heiminn rúmum fjórum, árið sem móðir mín fæddist tveimur og hálfum og við upphaf iðnbyltingar 770 milljónum. Stærsta verkefni 21. aldar er að takast á við þennan fólksfjölda með slíkum hætti að öllum bjóðist klæði, fæði og framtíð, án þess að við göngum endanlega frá vistkerfi jarðar, og að tryggja sambúð okkar með slíkum hætti að það dragi úr stríðsátökum. Það eru í dag á sjötta tug landsvæða þar sem vopnuð átök geysa og eyðsla í vopn og stríðsrekstur hefur aldrei verið hærri en á síðasta ári. Það hlýtur að vera betri leið til að takast á við vanda heimsins en vígbúnaðarkapphlaup. Sambúð trúarbragðanna Einn átakaflötur í heiminum snýr að samskiptum og sambúð trúarbragðanna og það má færa fyrir því rök að ekkert fag sem kennt er í skólakerfinu sé mikilvægara en það fag sem fjallar um skilning og gagnkvæma virðingu þeirra á milli. Í þeim anda sendu Sameinuðu Þjóðirnar frá sér yfirlýsingu í október um að trúfrelsi væri „mikilvægasta breytan til að tryggja varanlegan frið í heiminum“ og fyrr á þessu ári að hatur og mismunun á grundvelli trúarbragða færi vaxandi um allan heim. Langstærstu trúarbrögð heims eru kristindómur og íslam, en yfir 32% heimsbyggðarinnar eru kristnir og yfir 24% eru múslimar. Kristindómurinn eru jafnframt útbreiddustu trúarbrögð heims og þau sem flest þeirra sem eru á landflótta tilheyra. Trúarbrögðin tvö eiga margt sameiginlegt og mynda ásamt gyðingdómi hin svokölluðu abrahamísku trúarbrögð, sem sprottin eru af ættfeðrasögu Mósebóka. Hugtakið lýsir annarsvegar þeirri sameiginlegu ættarsögu sem trúarbrögðin rekja sig til og hinsvegar þeirri staðreynd að öll trúarbrögðin byggja á eingyðistrú og spretta úr samfélögum, þar sem fjölgyðishugmyndir voru ríkjandi. Abraham, Íshmael og Ísak Sagan af Abraham er í senn fjölskyldusaga og saga sem mótað hefur sjálfsmynd meirihluta mannkyns í gegnum trúarbrögðin þrjú. Í fyrstu Mósebók segir frá Abram en „kona Abrams hét Saraí [...] en Saraí var óbyrja. Hún átti ekki barn.“ Sorg þeirra sem eiga erfitt með barneignir er því stef í þessari stórsögu. Guð segir við Abram: „Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera.“ Landið sem um ræðir er nefnt Kanaansland og er í frjósama hálfmánanum, því landsvæði sem trúarbrögðin þrjú gera tilkall til og tekist er á um til þessa dags. Ferðalagið til fyrirheitna landsins er stórsaga, hungursneyð hrekur fjölskylduna niður til Egyptalands og þegar aðstæður batna snýr fjölskyldan aftur til Kanaanslands og haslar sér þar völl með hersigrum. Stefið um frjósemisvanda heldur áfram en „Saraí, kona Abrams [...] átti egypska ambátt sem Hagar hét“ og lætur hana vera staðgengilsmóður fyrir sig. Úr verður að Hagar verður þunguð en hún erfir hlutskipti sitt í fjölskyldunni og flýr frá Abram og Saraí. Engill Drottins finnur Hagar hjá lind í eyðimörkinni og segir við hana „snúðu aftur til húsmóður þinnar“ og síðan að þú „munt ala son. Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.“ Ísmael er í íslömskum hefðum ættfaðir araba og þeir feðgar reistu samkvæmt hefð þeirra Kaaba musterið í Mekku. Þegar Abram var orðinn aldraður birtist Guð honum og sagði við hann:„Ég mun setja sáttmála milli mín og þín og margfalda þig mikillega.“ Féll þá Abram fram á ásjónu sína og Guð sagði við hann: „Þessi er sáttmáli minn við þig: Þú munt verða ættfaðir fjölda þjóða. Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða.“ Abraham er í kjölfarið umskorinn og er það í augum gyðinga tákn um sáttmála Guðs: „Sáttmáli minn á holdi ykkar skal vera eilífur sáttmáli.“ Enn talaði Guð til Abrahams: „Saraí kona þín skal ekki lengur heita Saraí, hún skal heita Sara. Ég mun blessa hana og ég mun einnig gefa þér son með henni [...] og þú skalt nefna hann Ísak og ég mun setja honum sáttmála minn, eilífan sáttmála við niðja hans eftir hann. Stórsagan heldur áfram og í framhaldinu er fjallað um syndir Sódómu og Gómorru og þeim vörnum sem Abrahm heldur uppi fyrir borgunum, sem og það próf sem Guð leggur fyrir – hvort hann sé reiðubúinn að fórna syni sínum Ísaki. Sú saga, sem gyðingar kalla Akedah eða [Ísak] bundinn, er ein mikilvægasta táknmynd trúarbragðanna um trúfesti og liggur til grundvallar bókar Søren Kirkegaard, Uggur og Ótti, þar sem hann segir söguna „sýna hversu fjarstæðukennd trúin hljóti að vera, handan skilnings hins vantrúaða, handan skilnings heimspekingsins“. Trúarbrögð Abrahams Það að tala um eingyðistrúarbrögðin þrjú, gyðingdóm, kristni og íslam, sem trúarbrögð Abrahams, leggur áherslu á sameiginlegar rætur þeirra sem systurhefðir. Í gyðingdómi er Abraham ættfaðir gyðinga og sá sem Guð „gerði eilífan sáttmála við.“ Í Nýja testmentinu er Abraham táknmynd trúarinnar og hann er sérstaklega mikilvægur fyrir lúterskan arf vegna áherslunnar á réttlætingu af trú: „Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað.“ Í íslam markar Abraham spámaður upphaf eingyðistrúar, hann grundvallaði Kaaba musterið í Mekka með Ísmael og fúsleiki hans til að fórna Ísaki er haldin hátíðlega með Eid al-Adha hátíðinni sem boðar hlýðni við Guð, en þaðan er orðið íslam komið. Spenna á milli trúarbragða er einn af átakaflötum samtímans, bæði á milli og innan trúarbragðanna, og meðvitund um sameiginlegar rætur þeirra er mikilvægt skref í átt að skilningi, umburðarlyndi og farsælli sambúð þeirra hefða sem meirihluti mannkyns tilheyrir. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur þegar þetta er skrifað í 8 milljörðum, 184 milljónum, 495 þúsund, 984 og fer vaxandi. Við aldarmótin 2000 stóð mannkynið í rúmum sex milljörðum, árið sem ég kom í heiminn rúmum fjórum, árið sem móðir mín fæddist tveimur og hálfum og við upphaf iðnbyltingar 770 milljónum. Stærsta verkefni 21. aldar er að takast á við þennan fólksfjölda með slíkum hætti að öllum bjóðist klæði, fæði og framtíð, án þess að við göngum endanlega frá vistkerfi jarðar, og að tryggja sambúð okkar með slíkum hætti að það dragi úr stríðsátökum. Það eru í dag á sjötta tug landsvæða þar sem vopnuð átök geysa og eyðsla í vopn og stríðsrekstur hefur aldrei verið hærri en á síðasta ári. Það hlýtur að vera betri leið til að takast á við vanda heimsins en vígbúnaðarkapphlaup. Sambúð trúarbragðanna Einn átakaflötur í heiminum snýr að samskiptum og sambúð trúarbragðanna og það má færa fyrir því rök að ekkert fag sem kennt er í skólakerfinu sé mikilvægara en það fag sem fjallar um skilning og gagnkvæma virðingu þeirra á milli. Í þeim anda sendu Sameinuðu Þjóðirnar frá sér yfirlýsingu í október um að trúfrelsi væri „mikilvægasta breytan til að tryggja varanlegan frið í heiminum“ og fyrr á þessu ári að hatur og mismunun á grundvelli trúarbragða færi vaxandi um allan heim. Langstærstu trúarbrögð heims eru kristindómur og íslam, en yfir 32% heimsbyggðarinnar eru kristnir og yfir 24% eru múslimar. Kristindómurinn eru jafnframt útbreiddustu trúarbrögð heims og þau sem flest þeirra sem eru á landflótta tilheyra. Trúarbrögðin tvö eiga margt sameiginlegt og mynda ásamt gyðingdómi hin svokölluðu abrahamísku trúarbrögð, sem sprottin eru af ættfeðrasögu Mósebóka. Hugtakið lýsir annarsvegar þeirri sameiginlegu ættarsögu sem trúarbrögðin rekja sig til og hinsvegar þeirri staðreynd að öll trúarbrögðin byggja á eingyðistrú og spretta úr samfélögum, þar sem fjölgyðishugmyndir voru ríkjandi. Abraham, Íshmael og Ísak Sagan af Abraham er í senn fjölskyldusaga og saga sem mótað hefur sjálfsmynd meirihluta mannkyns í gegnum trúarbrögðin þrjú. Í fyrstu Mósebók segir frá Abram en „kona Abrams hét Saraí [...] en Saraí var óbyrja. Hún átti ekki barn.“ Sorg þeirra sem eiga erfitt með barneignir er því stef í þessari stórsögu. Guð segir við Abram: „Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera.“ Landið sem um ræðir er nefnt Kanaansland og er í frjósama hálfmánanum, því landsvæði sem trúarbrögðin þrjú gera tilkall til og tekist er á um til þessa dags. Ferðalagið til fyrirheitna landsins er stórsaga, hungursneyð hrekur fjölskylduna niður til Egyptalands og þegar aðstæður batna snýr fjölskyldan aftur til Kanaanslands og haslar sér þar völl með hersigrum. Stefið um frjósemisvanda heldur áfram en „Saraí, kona Abrams [...] átti egypska ambátt sem Hagar hét“ og lætur hana vera staðgengilsmóður fyrir sig. Úr verður að Hagar verður þunguð en hún erfir hlutskipti sitt í fjölskyldunni og flýr frá Abram og Saraí. Engill Drottins finnur Hagar hjá lind í eyðimörkinni og segir við hana „snúðu aftur til húsmóður þinnar“ og síðan að þú „munt ala son. Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.“ Ísmael er í íslömskum hefðum ættfaðir araba og þeir feðgar reistu samkvæmt hefð þeirra Kaaba musterið í Mekku. Þegar Abram var orðinn aldraður birtist Guð honum og sagði við hann:„Ég mun setja sáttmála milli mín og þín og margfalda þig mikillega.“ Féll þá Abram fram á ásjónu sína og Guð sagði við hann: „Þessi er sáttmáli minn við þig: Þú munt verða ættfaðir fjölda þjóða. Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða.“ Abraham er í kjölfarið umskorinn og er það í augum gyðinga tákn um sáttmála Guðs: „Sáttmáli minn á holdi ykkar skal vera eilífur sáttmáli.“ Enn talaði Guð til Abrahams: „Saraí kona þín skal ekki lengur heita Saraí, hún skal heita Sara. Ég mun blessa hana og ég mun einnig gefa þér son með henni [...] og þú skalt nefna hann Ísak og ég mun setja honum sáttmála minn, eilífan sáttmála við niðja hans eftir hann. Stórsagan heldur áfram og í framhaldinu er fjallað um syndir Sódómu og Gómorru og þeim vörnum sem Abrahm heldur uppi fyrir borgunum, sem og það próf sem Guð leggur fyrir – hvort hann sé reiðubúinn að fórna syni sínum Ísaki. Sú saga, sem gyðingar kalla Akedah eða [Ísak] bundinn, er ein mikilvægasta táknmynd trúarbragðanna um trúfesti og liggur til grundvallar bókar Søren Kirkegaard, Uggur og Ótti, þar sem hann segir söguna „sýna hversu fjarstæðukennd trúin hljóti að vera, handan skilnings hins vantrúaða, handan skilnings heimspekingsins“. Trúarbrögð Abrahams Það að tala um eingyðistrúarbrögðin þrjú, gyðingdóm, kristni og íslam, sem trúarbrögð Abrahams, leggur áherslu á sameiginlegar rætur þeirra sem systurhefðir. Í gyðingdómi er Abraham ættfaðir gyðinga og sá sem Guð „gerði eilífan sáttmála við.“ Í Nýja testmentinu er Abraham táknmynd trúarinnar og hann er sérstaklega mikilvægur fyrir lúterskan arf vegna áherslunnar á réttlætingu af trú: „Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað.“ Í íslam markar Abraham spámaður upphaf eingyðistrúar, hann grundvallaði Kaaba musterið í Mekka með Ísmael og fúsleiki hans til að fórna Ísaki er haldin hátíðlega með Eid al-Adha hátíðinni sem boðar hlýðni við Guð, en þaðan er orðið íslam komið. Spenna á milli trúarbragða er einn af átakaflötum samtímans, bæði á milli og innan trúarbragðanna, og meðvitund um sameiginlegar rætur þeirra er mikilvægt skref í átt að skilningi, umburðarlyndi og farsælli sambúð þeirra hefða sem meirihluti mannkyns tilheyrir. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun