Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 23:30 Úkraínskir hermenn nærri víglínunni í Dónetsk í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja. Getty/Diego Herrera Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. Þá á hann einnig funda með þeim Keith Kellogg, sem Trump hefur gert að sérstökum erindreka sínum gagnvart Rússlandi og Úkraínu, og Mike Waltz, verðandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Trump hét því ítrekað í kosningabaráttunni á þessu ári að hann myndi binda enda á stríðið innan við sólarhring eftir að hann tekur embætti þann 20. janúar, ef ekki áður. Hann hefur þó ekki sagt hvernig hann ætlar sér það. Vilja kynnast nýrri ríkisstjórn Markmið Jermaks er að kynnast fólkinu sem mun koma til með að stjórna í Washington og hafa gífurleg áhrif á framgang stríðsins í Úkraínu og í Rússlandi á næstu mánuðum og til lengri tíma. Eins og fram kemur í frétt miðilsins hefur Kellogg gefið til kynna að hann styðji viðleitni ríkisstjórnar Joes Biden varðandi það að senda mikið magn hergagna til Úkraínu, þar sem það gæti styrkt stöðu Trumps þegar kemur að mögulegum friðarviðræðum milli Úkraínumanna og Rússa. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Úkraínumenn hafa sent frá sér merki um að þeir séu tilbúnir til viðræðna en ekki má greina slíkt frá ráðamönnum í Rússlandi. Eins og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sjálfur sagt. Hann hefur sagt að áður en viðræður geti hafist þurfi Úkraínumenn að gefa eftir töluvert meira landsvæði en Rússar hafa hernumið og þurfa sömuleiðis að slá aðild að NATO alfarið af borðinu, svo eitthvað sé nefnt. Andríj Jermak hefur verið lýst sem hægri hönd Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu.Getty/Vitalii Nosach Ráðgjafar Trumps hafa talað um áætlanir um að Úkraínumenn gefi hernumin svæði eftir í skiptum fyrir frið og fái sömuleiðis ekki inngöngu í NATO. Það er eitthvað sem Úkraínumönnum lýst verulega illa á. Í greiningu Reuters á mögulegum ætlunum Trump-liða kemur fram að ein leið sé að hóta að binda enda á hernaðaraðstoð til Úkraínumanna og fá Úkraínumenn þannig að samningaborðinu. Þá gæti Trump hótað því að auka stuðning við Úkraínumenn til muna til að fá Pútín að borðinu. Selenskí hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að samþykkja að láta landsvæði af hendi í skiptum fyrir frið, ef Úkraína fær aðild að Atlantshafsbandalaginu. Utanríkisráðherra Úkraínu sló á svipaða strengi í gær og sagði að það væri eina öryggisráðstöfunin sem Úkraínumenn gætu sætt sig við að svo stöddu. Ráðstafanir nauðsynlegar Eins og áður hefur komið fram snýr vandamál Úkraínumanna, í þeirra eigin augum, að því hversu varanlegt mögulegt friðarsamkomulag við Rússa getur verið. Ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að í skiptum fyrir að gefa eftir landsvæði þurfi þeir góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er aðild að Atlantshafsbandalaginu efst á lista þeirra. Sjá einnig: Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Án slíkra ráðstafana er fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Talið er að um 6,7 milljónir hafi flúið land og er úkraínska ríkinu nauðsynlegt að margt af þessu fólki snúi aftur. Einn heimildarmanna WSJ ítrekaði það í samtali við miðilinn að friðurinn þyrfti að vera varanlegur. „Óstöðugur og tímabundinn friður þjónar hvorki hagsmunum Bandaríkjanna né Úkraínu.“ Svaraði ekki spurningum um aðild Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, var á þriðjudaginn spurður um mögulega aðild Úkraínu að NATO en kom sér undan því að svara með beinum hætti. Þess í stað sagði hann að leggja þyrfti áherslu á að styrkja varnir Úkraínumanna og efla stöðu þeirra fyrir mögulegar friðarviðræður. Víglínan væri að færast hægt til vesturs og það þyrfti að stöðva. Með því að styrkja stöðu Úkraínumanna gætu þeir sjálfir ákveðið framhaldið og þá hvort hefja ætti friðarviðræður og hvernig ætti að framkvæma þær. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Leiðtogar NATO lýstu því yfir á fundi þeirra í sumar að Úkraína yrði óhjákvæmilega aðili að bandalaginu. Einhverjir eru þó mótfallnir inngöngu ríkisins á meðan stríðið stendur yfir og er samþykka allra aðildarríkja nauðsynlegt fyrir inngöngu ríkis. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þá á hann einnig funda með þeim Keith Kellogg, sem Trump hefur gert að sérstökum erindreka sínum gagnvart Rússlandi og Úkraínu, og Mike Waltz, verðandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Trump hét því ítrekað í kosningabaráttunni á þessu ári að hann myndi binda enda á stríðið innan við sólarhring eftir að hann tekur embætti þann 20. janúar, ef ekki áður. Hann hefur þó ekki sagt hvernig hann ætlar sér það. Vilja kynnast nýrri ríkisstjórn Markmið Jermaks er að kynnast fólkinu sem mun koma til með að stjórna í Washington og hafa gífurleg áhrif á framgang stríðsins í Úkraínu og í Rússlandi á næstu mánuðum og til lengri tíma. Eins og fram kemur í frétt miðilsins hefur Kellogg gefið til kynna að hann styðji viðleitni ríkisstjórnar Joes Biden varðandi það að senda mikið magn hergagna til Úkraínu, þar sem það gæti styrkt stöðu Trumps þegar kemur að mögulegum friðarviðræðum milli Úkraínumanna og Rússa. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Úkraínumenn hafa sent frá sér merki um að þeir séu tilbúnir til viðræðna en ekki má greina slíkt frá ráðamönnum í Rússlandi. Eins og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sjálfur sagt. Hann hefur sagt að áður en viðræður geti hafist þurfi Úkraínumenn að gefa eftir töluvert meira landsvæði en Rússar hafa hernumið og þurfa sömuleiðis að slá aðild að NATO alfarið af borðinu, svo eitthvað sé nefnt. Andríj Jermak hefur verið lýst sem hægri hönd Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu.Getty/Vitalii Nosach Ráðgjafar Trumps hafa talað um áætlanir um að Úkraínumenn gefi hernumin svæði eftir í skiptum fyrir frið og fái sömuleiðis ekki inngöngu í NATO. Það er eitthvað sem Úkraínumönnum lýst verulega illa á. Í greiningu Reuters á mögulegum ætlunum Trump-liða kemur fram að ein leið sé að hóta að binda enda á hernaðaraðstoð til Úkraínumanna og fá Úkraínumenn þannig að samningaborðinu. Þá gæti Trump hótað því að auka stuðning við Úkraínumenn til muna til að fá Pútín að borðinu. Selenskí hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að samþykkja að láta landsvæði af hendi í skiptum fyrir frið, ef Úkraína fær aðild að Atlantshafsbandalaginu. Utanríkisráðherra Úkraínu sló á svipaða strengi í gær og sagði að það væri eina öryggisráðstöfunin sem Úkraínumenn gætu sætt sig við að svo stöddu. Ráðstafanir nauðsynlegar Eins og áður hefur komið fram snýr vandamál Úkraínumanna, í þeirra eigin augum, að því hversu varanlegt mögulegt friðarsamkomulag við Rússa getur verið. Ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að í skiptum fyrir að gefa eftir landsvæði þurfi þeir góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er aðild að Atlantshafsbandalaginu efst á lista þeirra. Sjá einnig: Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Án slíkra ráðstafana er fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Talið er að um 6,7 milljónir hafi flúið land og er úkraínska ríkinu nauðsynlegt að margt af þessu fólki snúi aftur. Einn heimildarmanna WSJ ítrekaði það í samtali við miðilinn að friðurinn þyrfti að vera varanlegur. „Óstöðugur og tímabundinn friður þjónar hvorki hagsmunum Bandaríkjanna né Úkraínu.“ Svaraði ekki spurningum um aðild Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, var á þriðjudaginn spurður um mögulega aðild Úkraínu að NATO en kom sér undan því að svara með beinum hætti. Þess í stað sagði hann að leggja þyrfti áherslu á að styrkja varnir Úkraínumanna og efla stöðu þeirra fyrir mögulegar friðarviðræður. Víglínan væri að færast hægt til vesturs og það þyrfti að stöðva. Með því að styrkja stöðu Úkraínumanna gætu þeir sjálfir ákveðið framhaldið og þá hvort hefja ætti friðarviðræður og hvernig ætti að framkvæma þær. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Leiðtogar NATO lýstu því yfir á fundi þeirra í sumar að Úkraína yrði óhjákvæmilega aðili að bandalaginu. Einhverjir eru þó mótfallnir inngöngu ríkisins á meðan stríðið stendur yfir og er samþykka allra aðildarríkja nauðsynlegt fyrir inngöngu ríkis.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent