Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Jón Þór Stefánsson skrifar 4. desember 2024 16:11 Steina Árnadóttir var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur sýndi af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti næringardrykk upp í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað. Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað.
Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24