Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar