Tólf leikmenn komnir til KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor komu til KR í gær. kr KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. Í gærkvöldi var greint frá því Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor hefðu samið við KR. Atli Hrafn og Eiður Gauti komu frá HK og Vicente frá ÍBV. Alls hafa því tólf nýir leikmenn komið til KR á síðustu vikum. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. Fjórir af þessum tólf nýju leikmönnum eru uppaldir hjá KR: Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar og Hjalti. Þá komu þrír fyrrverandi leikmenn KR til liðsins um mitt sumar: Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Sá síðastnefndi náði þó ekki að spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Leikmenn sem hafa komið til KR frá því um mitt sumar Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV Þekkir marga frá fyrri tíð Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar, Ástbjörn, Gyrðir og Guðmundur Andri eru fæddir 1999. Þeir Óliver Dagur, Ástbjörn Gyrðir, Guðmundur Andri og Hjalti (fæddur 2000) voru í Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki 2017. Auk þeirra voru Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason, núverandi leikmenn KR, í þessu Íslandsmeistaraliði ásamt Tryggva Snæ Geirsson, sem leikur með Fram. Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði þennan hóp eftir að hann sneri sér aftur að þjálfun eftir feril í fjölmiðlum, þó ekki á Íslandsmeistaraárinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson sneri aftur til KR síðasta sumar.vísir/viktor Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið KR að undanförnu. Má þar nefna Mosfellingana Axel Óskar Andrésson og Eyþór Aron Wöhler. Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, er hættur og þá verður að teljast líklegt að Benóný Breki Andrésson, sem skoraði 21 mark síðasta sumar og sló markametið í efstu deild, haldi í víking. Einnig hafa orðið breytingar á skrifstofunni hjá KR því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, tekur til starfa hjá félaginu sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar um áramótin. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR en hann er nýtekinn við því starfi af Bjarna Guðjónssyni eftir að hafa gegnt ýmsum störfum hjá félaginu auk þess að spila fyrir það í átta ár. KR var í miklum vandræðum lengst af síðasta tímabili. Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins í júní og eftir nokkra leiki með Pálma við stjórnvölinn tók Óskar Hrafn við. KR-ingar hrukku í gang í úrslitakeppninni, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 19-1 og enduðu í 8. sæti. Liðið hefur ekki endað neðar síðan 2007. Spennandi tímar í vændum Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Atli Viðar Björnsson að stuðningsmenn KR mættu væru spenntir fyrir næstu skrefum hjá liðinu. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal.“ Besta deild karla KR Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor hefðu samið við KR. Atli Hrafn og Eiður Gauti komu frá HK og Vicente frá ÍBV. Alls hafa því tólf nýir leikmenn komið til KR á síðustu vikum. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. Fjórir af þessum tólf nýju leikmönnum eru uppaldir hjá KR: Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar og Hjalti. Þá komu þrír fyrrverandi leikmenn KR til liðsins um mitt sumar: Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Sá síðastnefndi náði þó ekki að spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Leikmenn sem hafa komið til KR frá því um mitt sumar Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV Þekkir marga frá fyrri tíð Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar, Ástbjörn, Gyrðir og Guðmundur Andri eru fæddir 1999. Þeir Óliver Dagur, Ástbjörn Gyrðir, Guðmundur Andri og Hjalti (fæddur 2000) voru í Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki 2017. Auk þeirra voru Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason, núverandi leikmenn KR, í þessu Íslandsmeistaraliði ásamt Tryggva Snæ Geirsson, sem leikur með Fram. Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði þennan hóp eftir að hann sneri sér aftur að þjálfun eftir feril í fjölmiðlum, þó ekki á Íslandsmeistaraárinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson sneri aftur til KR síðasta sumar.vísir/viktor Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið KR að undanförnu. Má þar nefna Mosfellingana Axel Óskar Andrésson og Eyþór Aron Wöhler. Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, er hættur og þá verður að teljast líklegt að Benóný Breki Andrésson, sem skoraði 21 mark síðasta sumar og sló markametið í efstu deild, haldi í víking. Einnig hafa orðið breytingar á skrifstofunni hjá KR því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, tekur til starfa hjá félaginu sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar um áramótin. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR en hann er nýtekinn við því starfi af Bjarna Guðjónssyni eftir að hafa gegnt ýmsum störfum hjá félaginu auk þess að spila fyrir það í átta ár. KR var í miklum vandræðum lengst af síðasta tímabili. Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins í júní og eftir nokkra leiki með Pálma við stjórnvölinn tók Óskar Hrafn við. KR-ingar hrukku í gang í úrslitakeppninni, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 19-1 og enduðu í 8. sæti. Liðið hefur ekki endað neðar síðan 2007. Spennandi tímar í vændum Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Atli Viðar Björnsson að stuðningsmenn KR mættu væru spenntir fyrir næstu skrefum hjá liðinu. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal.“
Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV
Besta deild karla KR Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn