Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 22. nóvember 2024 20:32 Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Jóhann Frímann Arinbjarnarson Sjávarútvegur Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar