Skoðun

Betra plan í ríkis­fjár­málum

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn leggur höfuðáherslu á að tekjuöflun ríkissjóðs verði gerð réttlátari. Það er forsenda þess að hægt sé að stöðva skuldasöfnun ríkisins sem dregur niður lífskjör almennings bæði til lengri og skemmri tíma.

  • Sósíalistaflokkurinn leggur til skattalækkanir til almennings og smærri fyrirtæja.
  • Sósíalistaflokkurinn leggur til að skattalækkanir undanfarinna áratuga til auðugustu fjármagnseigenda og allra stærstu fyrirtækja gangi til baka.
  • Sósíalistaflokkurinn leggur til að leiðum til skattaundanskota verði lokað og að skattaeftirlit verði eflt.
  • Sósíalistaflokkurinn leggur til að almenningur innheimti eðlilegt gjald fyrir auðlindir sínar og nýti til að byggja upp gott samfélag.
  • Sósíalistaflokkurinn leggur til að tekjustofnar sveitarfélaganna verði styrktir svo þau geti staðið undir mikilvægri þjónustu við íbúanna.

Nánar má lesa um áherslur okkar inni á xj.is

Höfundur er pólitískur leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningum.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×