Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:36 Þrátt fyrir að talað sé „minni virkni“ og að gosið „malli“ segir Hjördís öruggast að halda sig frá því. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira