Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 23:00 Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna í Seljaskóla vilja að börnin fái símafrí í skólanum. Vísir/Bjarni Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56