Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:03 Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Fjársterkum aðilum stóðu til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti að undaförnu greiðslumati sem almenningur komst oft ekki í gegn um. Þetta gerði það að verkum að braskarar sem lögðu saman í „púkkið“ gátu hagnast verulega. Hver er skýringin á háu fasteignaverði? Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, án bílastæða, það þurfi að þétta byggð, og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis, sem hefur ekki raungerst hingað til. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Lóðaframboð þarf að vera meira en eftirspurn. Hvernig leysum við vandamálið ? Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Foreldrum og fjölskyldum með fleira en eitt barn dugar stundum ekki að minnka við sig til að hjálpa börnunum. Það þarf mikið eigið fé í útborgun, meira en hægt er að nokkur vinnandi maður geti lagt fyrir, jafnvel með aðstoð. Miðflokkurinn hefur lagt til 14 lausnir fyrir húsnæðismarkaðinn.Þar á meðal um að fyrirkomulag hlutdeildarlána verði lagfært auk þess sem lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum verður heimilað að veita hlutdeildarlán.Þá verði komið á kynslóðabrú svokallaðri. Kynslóðabrú gengur út á það að foreldrum verði heimilað að fella fyrirgreiðslu undir fyrirframgreiddan arf þannig að hann nýtist til kaupa á fyrstu eign. Samhliða þessu verði frítekjumark erfðafjárskatt hækkað svo ríkið taki ekki af upphæðinni. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar