Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 14:21 Móðir Siriporn Khanwong heldur á mynd af dóttur sinni fyrir utan dómshúsið í Bangkok þar sem Sararat var dæmd til dauða í dag. Vísir/EPA Taílensk kona sem myrti fjórtán vini sína og kunningja með því að byrla þeim blásýru var dæmd til dauða í Bangkok í dag. Hún er sögð hafa drepið fólkið til að komast undan skuldum sem hrönnuðust upp vegna spilafíknar hennar. Dauðadóminn hlaut Sararat Rangsiwuthaporn fyrir að drepa auðuga vinkonu með því að setja blásýru út í mat hennar og drykk í apríl í fyrra. Hún á enn yfir sér höfði sér ákærur fyrir að drepa þrettán aðra vini sína eða kunningja með svipuðum hætti allt frá árinu 2015. Lögregla telur að að Sararat sé haldin spilafíkn og að hún hafi drepið vini sem hún skuldaði fé. Eftir að hún drap þá hafi hún stolið skartgripum þeirra og öðrum verðmætum, að því er segir í frétt BBC. Upp komst um Sararat eftir að Siriporn Khanwong, 32 ára gömul vinkona hennar, hneig niður eftir að þær snæddu saman í Ratchaburi-héraði vestur af Bangkok í apríl í fyrra. Lögregla segir að Sararat hafi enga tilraun gert til þess að koma Siriporn til bjargar. Fjölskylda Siriporn neitaði að trúa því að hún hefði andast af náttúrulegum orsökum. Við krufningu fundust leifar af blásýru og þá hafði síma hennar, reiðufé og töskum verið stolið. Sararat neitaði sök þegar hún var ákærð fyrir morðið. Auk Sararat hlaut fyrrverandi eiginmaður hennar og lögmaður fangelsisdóma fyrir að fela sönnunargögn til að hjálpa henni að komast undan löngum armi laganna. Eiginmaðurinn fyrrverandi hlaut 16 mánaða fangelsisdóm en lögmaðurinn tveggja ára. Taíland Erlend sakamál Fjárhættuspil Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Dauðadóminn hlaut Sararat Rangsiwuthaporn fyrir að drepa auðuga vinkonu með því að setja blásýru út í mat hennar og drykk í apríl í fyrra. Hún á enn yfir sér höfði sér ákærur fyrir að drepa þrettán aðra vini sína eða kunningja með svipuðum hætti allt frá árinu 2015. Lögregla telur að að Sararat sé haldin spilafíkn og að hún hafi drepið vini sem hún skuldaði fé. Eftir að hún drap þá hafi hún stolið skartgripum þeirra og öðrum verðmætum, að því er segir í frétt BBC. Upp komst um Sararat eftir að Siriporn Khanwong, 32 ára gömul vinkona hennar, hneig niður eftir að þær snæddu saman í Ratchaburi-héraði vestur af Bangkok í apríl í fyrra. Lögregla segir að Sararat hafi enga tilraun gert til þess að koma Siriporn til bjargar. Fjölskylda Siriporn neitaði að trúa því að hún hefði andast af náttúrulegum orsökum. Við krufningu fundust leifar af blásýru og þá hafði síma hennar, reiðufé og töskum verið stolið. Sararat neitaði sök þegar hún var ákærð fyrir morðið. Auk Sararat hlaut fyrrverandi eiginmaður hennar og lögmaður fangelsisdóma fyrir að fela sönnunargögn til að hjálpa henni að komast undan löngum armi laganna. Eiginmaðurinn fyrrverandi hlaut 16 mánaða fangelsisdóm en lögmaðurinn tveggja ára.
Taíland Erlend sakamál Fjárhættuspil Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira