Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar 20. nóvember 2024 14:16 Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar