Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 06:46 ,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar