Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2024 07:46 Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Búvörusamningar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Síðastliðin vor gerðum við í Viðreisn miklar athugasemdir við framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta sem með dyggum stuðningi Miðflokksins keyrði í gegn fráleita breytingu á búvörulögum án þess að skeyta um lögbundin vinnubrögð Alþingis. Viðreisn gagnrýndi annars vegar efnisatriði breytinganna þar sem meirihluti Alþingis kippti einfaldlega skilyrðum fyrir heilbrigða samkeppni og neytendavernd kippt úr sambandi í þágu nokkurra stórfyrirtækja. Hins vegar gagnrýndum við vinnubrögð meirihlutans enda voru þau algjörlega forkastanleg þar sem umdeildar og viðamiklar breytingar á búvörulögum voru keyrðar í gegnum þingið án nauðsynlegrar umræðu og vinnu. Unnu gegn hagsmunum heimila Í stuttu máli snerist breytingin um að samkeppnislögum var einfaldlega kippt úr sambandi með tilheyrandi tjóni fyrir heimili landsins. Kjötafurðastöðvar gátu þannig í kjölfarið sameinast án nokkurra takmarkana og þeim heimilað að hafa með sér alls konar samráð sem í öðrum atvinnugreinum er bæði ólögmætt og refsivert. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að lagabreytingin var keyrð í gegn hefur eitt stærsta fyrirtækið á kjötafurðamarkaði keypt önnur slík, án þess að Samkeppniseftirlitið hafi rönd við reist. Nú hefur Héraðsdómur slegið því föstu að þessi breyting flokkanna fjögurra hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Héraðsdómur hefur þannig tekið skýra afstöðu með stjórnarskránni, með heimilum og með heilbrigðri samkeppni gegn framgöngu fráfarandi stjórnarmeirihluta Alþingis. Það er kominn tími á nýja ríkisstjórn sem vinnur með almannahagsmunum, ekki gegn þeim. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar