Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Aron Einar Gunnarsson mætir ekki á sinn gamla heimavöll í Cardiff í kvöld. Hvorki sem leikmaður né áhorfandi. VÍSIR/VILHELM Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar. Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira
Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira