Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:01 Fuglinn fannst veikur við Reykjavíkurtjörn. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Skæð fuglainflúensa (H5N5) greindist í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hvetur almenning til að varast það að snerta eða handfjatla hræ eða veika villta fugla og tilkynna strax um það til stofnunarinnar ef það finnur veika eða dauða fugla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar segir að umræddur mávur hafi fundist við Tjörnina þann 1. nóvember. Fuglinn hafi verið ófær um að forða sér og því hafi starfsfólk borgarinnar aflífað fuglinn og fært hann til sýnatöku hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Tveimur vikum síðar greindist fuglainflúensan skæða í sýni frá hræinu á tilraunastöð HÍ að Keldum. „Matvælastofnun og áhættumatshópur um fuglainflúensu meta miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi og er óvissustig, sem virkjað var í síðasta mánuði, því enn í gildi,” segir meðal annars í tilkynningunni. Lítil hætta fyrir fólk en ráðlagt að sýna aðgát Þá er tekið fram að smithætta af skæðum fuglainflúensuveirum sem þessari sé lítil fyrir almenning. Hún geti hins vegar verið miðlungs fyrir einstaklinga sem eru í mikilli nálægð eða snertingu við fugal. „Þrátt fyrir litla smithættu er almenningi ráðlagt að snerta ekki hræ og koma ekki nálægt eða handleika veikan villtan fugl, nema að viðhöfðum góðum sóttvörnum svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Ef fugl er augljóslega slasaður skal tilkynna um hann til viðkomandi sveitarfélags sem er skylt að bregðast við samkvæmt lögum um velferð dýra. Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð á mannúðlegan hátt,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar segir að umræddur mávur hafi fundist við Tjörnina þann 1. nóvember. Fuglinn hafi verið ófær um að forða sér og því hafi starfsfólk borgarinnar aflífað fuglinn og fært hann til sýnatöku hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Tveimur vikum síðar greindist fuglainflúensan skæða í sýni frá hræinu á tilraunastöð HÍ að Keldum. „Matvælastofnun og áhættumatshópur um fuglainflúensu meta miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi og er óvissustig, sem virkjað var í síðasta mánuði, því enn í gildi,” segir meðal annars í tilkynningunni. Lítil hætta fyrir fólk en ráðlagt að sýna aðgát Þá er tekið fram að smithætta af skæðum fuglainflúensuveirum sem þessari sé lítil fyrir almenning. Hún geti hins vegar verið miðlungs fyrir einstaklinga sem eru í mikilli nálægð eða snertingu við fugal. „Þrátt fyrir litla smithættu er almenningi ráðlagt að snerta ekki hræ og koma ekki nálægt eða handleika veikan villtan fugl, nema að viðhöfðum góðum sóttvörnum svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Ef fugl er augljóslega slasaður skal tilkynna um hann til viðkomandi sveitarfélags sem er skylt að bregðast við samkvæmt lögum um velferð dýra. Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð á mannúðlegan hátt,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira