Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 18. nóvember 2024 07:15 Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar