Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 14:28 Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á Íran í síðasta mánuði. Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps. Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps.
Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51