Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 16:01 Stevan Jovetic, fyrirliði Svartfellinga verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi Vísir/Getty Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira