Hitamet féll Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2024 19:01 Hlýnandi loftslag hefur áhrif á jökla landsins en Virkisjökull er einn þeirra en hann er skriðjökull í Vatnajökulsþjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum. Flestar hafa aurskriðurnar fallið á Vestfjörðum. Þó nokkrar á veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Vegurinn lokaðist um tíma eftir að stór skriða féll á hann á þriðjudaginn og hefur Vegagerðin staðið í ströngu við að hreinsa hann. Mikil hlýindi og úrkoma, sem hafa verið síðustu daga, eru nokkuð óvenjuleg á þessum árstíma. Það ásamt snjónum sem féll í október á norðanverðum Vestfjörðum á stóran þátt í skriðuföllunum þar sem leysingar ásamt úrkomu ýta undir skriðuföll. „Hitinn er alveg langt yfir meðallagi. Fjögur til fimm stig yfir meðallagi víðast hvar. Hlýjast á Norðurlandi og svo höfum verið að slá alveg fjölda hitameta, nóvemberhitameta, og núna síðast vorum við að slá sem sagt nóvemberhitametið fyrir landið allt núna í hádeginu þegar að hitinn mældist 23,8 stig á Kvískerjum. Þannig það er óvenjulegt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands. Kristín segir landsmenn geta búið sig undir að hitamet falli oftar yfir vetrartímann. „Fyrra hitametið frá nóvember var frá 1999. Þá fór hitinn yfir tuttugu stig í fyrsta skipti í nóvember og síðan þá, síðan 1999, hefur það gerst margoft yfir vetrartímann. Þannig að það náttúrulega er vísbending um að við ættum að eiga von á þessu oftar og oftar með hlýnandi loftslagi. Með hlýnandi veðurfari þá náttúrulega eykst hlutfall úrkomu sem fellur sem rigning en ekki snjór. Þá mættum við alveg búast við því að skriðuföll gætu aukist þá en snjóflóðunum myndi þá líklega fækka á móti.“ Áfram er skriðuhætta á vestanverðu landinu, sér í lagi Vestfjörðum. Draga á úr hættunni í nótt og á morgun. „Það á að kólna núna strax á morgun og spáir köldu í næstu viku áfram. Þannig að við erum að fara að sjá breytingar núna.“ Veður Ísafjarðarbær Bolungarvík Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 18:07 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. 7. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Flestar hafa aurskriðurnar fallið á Vestfjörðum. Þó nokkrar á veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Vegurinn lokaðist um tíma eftir að stór skriða féll á hann á þriðjudaginn og hefur Vegagerðin staðið í ströngu við að hreinsa hann. Mikil hlýindi og úrkoma, sem hafa verið síðustu daga, eru nokkuð óvenjuleg á þessum árstíma. Það ásamt snjónum sem féll í október á norðanverðum Vestfjörðum á stóran þátt í skriðuföllunum þar sem leysingar ásamt úrkomu ýta undir skriðuföll. „Hitinn er alveg langt yfir meðallagi. Fjögur til fimm stig yfir meðallagi víðast hvar. Hlýjast á Norðurlandi og svo höfum verið að slá alveg fjölda hitameta, nóvemberhitameta, og núna síðast vorum við að slá sem sagt nóvemberhitametið fyrir landið allt núna í hádeginu þegar að hitinn mældist 23,8 stig á Kvískerjum. Þannig það er óvenjulegt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands. Kristín segir landsmenn geta búið sig undir að hitamet falli oftar yfir vetrartímann. „Fyrra hitametið frá nóvember var frá 1999. Þá fór hitinn yfir tuttugu stig í fyrsta skipti í nóvember og síðan þá, síðan 1999, hefur það gerst margoft yfir vetrartímann. Þannig að það náttúrulega er vísbending um að við ættum að eiga von á þessu oftar og oftar með hlýnandi loftslagi. Með hlýnandi veðurfari þá náttúrulega eykst hlutfall úrkomu sem fellur sem rigning en ekki snjór. Þá mættum við alveg búast við því að skriðuföll gætu aukist þá en snjóflóðunum myndi þá líklega fækka á móti.“ Áfram er skriðuhætta á vestanverðu landinu, sér í lagi Vestfjörðum. Draga á úr hættunni í nótt og á morgun. „Það á að kólna núna strax á morgun og spáir köldu í næstu viku áfram. Þannig að við erum að fara að sjá breytingar núna.“
Veður Ísafjarðarbær Bolungarvík Tengdar fréttir „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46 Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 18:07 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. 7. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 19:46
Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. 12. nóvember 2024 18:07
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40
Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. 7. nóvember 2024 15:13