Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 16:03 Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun