Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:01 Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun