Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Árni Sverrisson skrifa 12. nóvember 2024 08:30 Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Vilhjálmur Birgisson Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun