„Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar 11. nóvember 2024 08:15 Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða. Hann skildi ekki af hverju þessar stéttir sýndu því ekki skilning að það væri ekki hægt að hækka laun þeirra um hærri % en aðrar stéttir hefðu samið um fyrr á árinu. Allir ættu að skilja að hann gæti ekki gengið á bak orða sinna þar sem í þeim samningum var lofað að ekki yrði um meiri hækkanir að ræða í þeim samningum sem á eftir kæmu. Hann passaði sig samt á því að segja ekki að kröfur þessara stétta væru óraunhæfar. Hann veit að þetta eru raunmætar kröfur því þær byggja t.a.m. hjá kennurum á margumræddu áður gerðu samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaði frá árinu 2016. En málið er að þessar stéttir eru búnar að sýna mikinn skilning í 8 ár m.a. í gegnum þrengingar í Covid, en alltaf minnt viðsemjendur sína reglulega á að það væri ekki búið að efna þetta samkomulag. Núna er hins vegar ekki hægt að bíða lengur með að fara fram á að ríki og sveitarfélög standi við orð sín enda ekki nema tvö ár eftir af þeim tímaramma sem skilgreindur var í samkomulaginu. Það er öllum ljóst að nú þegar er tímaramminn sprunginn því það er enginn að fara fram á að þessari jöfnun verði náð á einu bretti. Þetta verður alltaf eitthvað sem gerist í skrefum en þessi skref þarf að samningsbinda. Hefði ekki verið nær að forsætisráðherra stigi fram í þessu viðtali og segði að þetta væri erfið staða og nú þyrftu allir að taka sig saman og sameinast um að leysa þessa stöðu. Þessar stéttir væru með raunmætar kröfur enda væri samkomulagið, sem kröfurnar byggja á, síðan 2016 og hann sjálfur hefði undirritað það samkomulag. Hann gæti ekki gengið á bak orða sinna gagnvartþessu samkomulagi frekar en öðrum samningum. Það væri marktækur launamunur á milli ákveðinna hópa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinberum markaði og þeim almenna. Því yrði að stíga einhver skref í áttina að jöfnun launa og semja við þessar stéttir um hvernig leiðrétta ætti þennan launamun í þrepum. Hér væri ekki verið að tala um launahækkanir umfram aðra nema það sem snýr að áður gerðu samkomulagi. Loforð yrðu að standa og það ætti líka við um loforð síðan 2016. Ég einfaldlega trúi því ekki að forsætisráðherra telji það eðlilegt að kennarastéttin sé lang launalægsta stéttin þegar kemur að grunnlaunum háskólamenntaðra sérfræðinga og eins að hún eigi að vera fyrir neðan meðallaun í landinu eins og sést á myndinni hér að neðan. Þetta er starf sem krefst 5 ára háskólamenntunar, kennarastéttin er framlínustétt á erfiðum tímum og hefur það hlutverk að mennta komandi kynslóðir. Ætti það ekki að vera í forgangi að manna skóla landsins með hæfu fólki til að vinna með komandi kynslóðum? Hæfileikaríku, skynsömu fólki sem velur sér kennarastarfið af því að það hefur brennandi áhuga og löngun í að vinna starfið. Í stað þess að fylla upp í stöður með fólki sem hefur ekki menntað sig til þessara starfa heldur velur að vinna þau af því að það er það skásta sem býðst af lausum störfum. Málið er að hæfileikaríkt, skynsamt fólk er í þessum skrifuðu orðum að velja sig frá því að mennta sig til þessara starfa, ekki vegna skorts á áhuga heldur er það raunsætt mat um lífsafkomu sem útilokar starfið og það finnst mér sorglegt. Ég skil alls ekki af hverju foreldrar þessa lands sætta sig við þessa stöðu. Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þegar kemur að menntunarmöguleikum barna. Það á ekki að þurfa að velja sér búsetu eftir skólum en það er fólk að gera í stórum stíl í dag til að tryggja barninu sínu þau sjálfsögðu réttindi að vera með menntaða kennara. Það verkefni er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Í dag er næstum ómögulegt að finna skóla þar sem allir kennarar eru með réttindi. Myndum við vilja það í heilbrigðiskerfinu? Ég er hrædd um ekki. Þó þar sé vissulega viðlíka vandamál í gangi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og læknum, sem væntanlega er sprottinn af svipuðum toga. Ég auglýsi eftir því að fjölmiðlamenn landsins fari að spyrja spurninganna sem þarf að spyrja þegar þeir fjalla um þessa kjarabaráttu. Er í lagi að ganga á bak orða sinna þegar kemur að samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda á markaði frá árinu 2016? Hvað í því samkomulagi gerir það að verkum að það er óþarfi að efna þau loforð? Er það af því að háskólamenntun kennara á það ekki skilið að vera metin til tekna? Á æska landsins ekki skilið að það séu menntaðir sérfræðingar sem sinna menntun þeirra? Hvað réttlætir það að kennarastéttin sé lang lægst launaða stéttin meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Voru þetta aðeins innantóm loforð í þessu samkomulagi til að hægt væri að taka flotta mynd? Almenni markaðurinn gerði sér grein fyrir að þetta væru ekki innantóm loforð því allir aðilar á almenna markaðnum voru búnir að fá inn sína jöfnun á einu ári frá gerðu samkomulagi. Á meðan starfsmenn á opinberum markaði fengu aðeins þá skerðingu sem í samkomulaginu fólst. Nú eru alþingiskosningar handan við hornið og sú ríkisstjórn sem situr núna er, ef marka má skoðanakannanir, ólíkleg til að halda áfram eftir kosningar enda um minnihlutastarfsstjórn að ræða. Hvernig fer þá um margumrætt samkomulag gert árið 2016 ef þeir sem gerðu samkomulagið hverfa af braut? Á nýtt fólk að efna það? Er samkomulag við ríki og sveitarfélög dauð orð á blaði og eitthvað sem ekki á að efna? Er kennarastéttin dæmd til þess að vera afgangsstétt meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Viljum við það fyrir komandi kynslóðir? Ég skil ekki af hverju pólitíkusar nýta sér ekki þetta tækifæri rétt fyrir kosningar að standa við gefin loforð og setjist niður með sveitafélögunum og finni lausn á málunum. Þau eru búin að hafa 8 ár í verkefnið. Í leiðinni væri líka verið að taka stórt skref í að leiðrétta launamun kynjanna því þær stéttir sem hér um ræðir eru stórar kvennastéttir. Ég myndi a.m.k. halda að það væri ágætt veganesti inn í kosningabaráttuna. Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður í Garðaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd Garðabæjar og kjósandi í Reykjaneskjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024-25 Ragnheiður Stephensen Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða. Hann skildi ekki af hverju þessar stéttir sýndu því ekki skilning að það væri ekki hægt að hækka laun þeirra um hærri % en aðrar stéttir hefðu samið um fyrr á árinu. Allir ættu að skilja að hann gæti ekki gengið á bak orða sinna þar sem í þeim samningum var lofað að ekki yrði um meiri hækkanir að ræða í þeim samningum sem á eftir kæmu. Hann passaði sig samt á því að segja ekki að kröfur þessara stétta væru óraunhæfar. Hann veit að þetta eru raunmætar kröfur því þær byggja t.a.m. hjá kennurum á margumræddu áður gerðu samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaði frá árinu 2016. En málið er að þessar stéttir eru búnar að sýna mikinn skilning í 8 ár m.a. í gegnum þrengingar í Covid, en alltaf minnt viðsemjendur sína reglulega á að það væri ekki búið að efna þetta samkomulag. Núna er hins vegar ekki hægt að bíða lengur með að fara fram á að ríki og sveitarfélög standi við orð sín enda ekki nema tvö ár eftir af þeim tímaramma sem skilgreindur var í samkomulaginu. Það er öllum ljóst að nú þegar er tímaramminn sprunginn því það er enginn að fara fram á að þessari jöfnun verði náð á einu bretti. Þetta verður alltaf eitthvað sem gerist í skrefum en þessi skref þarf að samningsbinda. Hefði ekki verið nær að forsætisráðherra stigi fram í þessu viðtali og segði að þetta væri erfið staða og nú þyrftu allir að taka sig saman og sameinast um að leysa þessa stöðu. Þessar stéttir væru með raunmætar kröfur enda væri samkomulagið, sem kröfurnar byggja á, síðan 2016 og hann sjálfur hefði undirritað það samkomulag. Hann gæti ekki gengið á bak orða sinna gagnvartþessu samkomulagi frekar en öðrum samningum. Það væri marktækur launamunur á milli ákveðinna hópa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinberum markaði og þeim almenna. Því yrði að stíga einhver skref í áttina að jöfnun launa og semja við þessar stéttir um hvernig leiðrétta ætti þennan launamun í þrepum. Hér væri ekki verið að tala um launahækkanir umfram aðra nema það sem snýr að áður gerðu samkomulagi. Loforð yrðu að standa og það ætti líka við um loforð síðan 2016. Ég einfaldlega trúi því ekki að forsætisráðherra telji það eðlilegt að kennarastéttin sé lang launalægsta stéttin þegar kemur að grunnlaunum háskólamenntaðra sérfræðinga og eins að hún eigi að vera fyrir neðan meðallaun í landinu eins og sést á myndinni hér að neðan. Þetta er starf sem krefst 5 ára háskólamenntunar, kennarastéttin er framlínustétt á erfiðum tímum og hefur það hlutverk að mennta komandi kynslóðir. Ætti það ekki að vera í forgangi að manna skóla landsins með hæfu fólki til að vinna með komandi kynslóðum? Hæfileikaríku, skynsömu fólki sem velur sér kennarastarfið af því að það hefur brennandi áhuga og löngun í að vinna starfið. Í stað þess að fylla upp í stöður með fólki sem hefur ekki menntað sig til þessara starfa heldur velur að vinna þau af því að það er það skásta sem býðst af lausum störfum. Málið er að hæfileikaríkt, skynsamt fólk er í þessum skrifuðu orðum að velja sig frá því að mennta sig til þessara starfa, ekki vegna skorts á áhuga heldur er það raunsætt mat um lífsafkomu sem útilokar starfið og það finnst mér sorglegt. Ég skil alls ekki af hverju foreldrar þessa lands sætta sig við þessa stöðu. Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þegar kemur að menntunarmöguleikum barna. Það á ekki að þurfa að velja sér búsetu eftir skólum en það er fólk að gera í stórum stíl í dag til að tryggja barninu sínu þau sjálfsögðu réttindi að vera með menntaða kennara. Það verkefni er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Í dag er næstum ómögulegt að finna skóla þar sem allir kennarar eru með réttindi. Myndum við vilja það í heilbrigðiskerfinu? Ég er hrædd um ekki. Þó þar sé vissulega viðlíka vandamál í gangi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og læknum, sem væntanlega er sprottinn af svipuðum toga. Ég auglýsi eftir því að fjölmiðlamenn landsins fari að spyrja spurninganna sem þarf að spyrja þegar þeir fjalla um þessa kjarabaráttu. Er í lagi að ganga á bak orða sinna þegar kemur að samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda á markaði frá árinu 2016? Hvað í því samkomulagi gerir það að verkum að það er óþarfi að efna þau loforð? Er það af því að háskólamenntun kennara á það ekki skilið að vera metin til tekna? Á æska landsins ekki skilið að það séu menntaðir sérfræðingar sem sinna menntun þeirra? Hvað réttlætir það að kennarastéttin sé lang lægst launaða stéttin meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Voru þetta aðeins innantóm loforð í þessu samkomulagi til að hægt væri að taka flotta mynd? Almenni markaðurinn gerði sér grein fyrir að þetta væru ekki innantóm loforð því allir aðilar á almenna markaðnum voru búnir að fá inn sína jöfnun á einu ári frá gerðu samkomulagi. Á meðan starfsmenn á opinberum markaði fengu aðeins þá skerðingu sem í samkomulaginu fólst. Nú eru alþingiskosningar handan við hornið og sú ríkisstjórn sem situr núna er, ef marka má skoðanakannanir, ólíkleg til að halda áfram eftir kosningar enda um minnihlutastarfsstjórn að ræða. Hvernig fer þá um margumrætt samkomulag gert árið 2016 ef þeir sem gerðu samkomulagið hverfa af braut? Á nýtt fólk að efna það? Er samkomulag við ríki og sveitarfélög dauð orð á blaði og eitthvað sem ekki á að efna? Er kennarastéttin dæmd til þess að vera afgangsstétt meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Viljum við það fyrir komandi kynslóðir? Ég skil ekki af hverju pólitíkusar nýta sér ekki þetta tækifæri rétt fyrir kosningar að standa við gefin loforð og setjist niður með sveitafélögunum og finni lausn á málunum. Þau eru búin að hafa 8 ár í verkefnið. Í leiðinni væri líka verið að taka stórt skref í að leiðrétta launamun kynjanna því þær stéttir sem hér um ræðir eru stórar kvennastéttir. Ég myndi a.m.k. halda að það væri ágætt veganesti inn í kosningabaráttuna. Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður í Garðaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd Garðabæjar og kjósandi í Reykjaneskjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar