Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, var ekki sáttur með að hans menn hafi aðeins náð í stig gegn Chelsea á Brúnni í stórleik helgarinnar. Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira
Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira