Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 20:04 Sterku systurnar, frá vinstri, Sigríður, María og Guðrún Hulda. Með þeim er mamma þeirra, Jóna Konráðsdóttir og þjálfari þeirra, Þórunn Brynja Jónsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram. Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Hér erum við að tala um systurnar Guðrúnu Huldu, Maríu og Sigríði, Sigurjónsdætur, sem eru að fara að keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ. Ísland verður með sjö keppendur en aldrei áður hafa svo margir keppendur frá landinu verið á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum. Þjálfari systranna er mjög ánægð með þær. „Þær eru helsterkar, samviskusamar og mjög öflugar íþróttakonur allar þrjár. Þær eru náttúrulega mjög skemmtilegar það er nú fyrir það fyrsta. Þær hlusta ekki á neitt múður. Ef ég gleymi mér og fer að tala við einhvern þá er bara kallað á mann á æfingu en það er alveg sama hvað ég spyr þær, ég hef áhyggjur kannski hvort þetta sé erfitt eða eitthvað en það er alveg saman, það er alltaf það sama, „ég er góð”, segir Þórunn Brynja Jónasdóttir, þjálfari systranna. Og mamma systranna, Jóna mætir oft á æfingar hjá þeim og hvetur þær áfram og er að sjálfsögðu mjög stolt af þeim. „Jú, auðvitað,” segir Jóna. Systurnar munu keppa á Specal Olympics kraftlyfingingamóti föstudaginn 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem er íþróttahús í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst heimsmeistaramótið í systurnar? „Við erum mjög spenntar, hrikalega vel, ég er ekkert eðlilega spennt,” segja systurnar. En hvað er svona skemmtilegast við þetta allt saman? „Bara að sjá hvað maður er sterkur og félagsskapurinn og við erum líka alltaf að bæta okkur og keppnin á móti hvor annarri,” bæta systurnar við. En hver er nú sterkust af þeim systrum? „Núna er það ég eins og er,” segir Sigríður en þá fóru Guðrún Hulda og María báðar að hlægja og bættu við að þær væru allar mjög góðar vinkonur og alltaf mjög duglegar að hjálpast að og hvetja hvor aðra áfram. Mótið leggst mjög vel í systurnar þrjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kraftlyftingar Ólympíumót fatlaðra Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira