Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun