Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 22:40 Antony Blinken á fundi með forsætisráðherra Katar, Mohammed Bin Al Thani. Báðir hafa leikið stórt hlutverk í tilraunum til að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa-svæðinu. getty Ríkisstjórn Katar hefur tilkynnt Bandaríkjamönnum og Ísraelum að ríkið muni hætta hlutverki sínu sem sáttasemjari í deilu Ísraela og Hamas-samtakanna. Telur ríkisstjórnin að viðræður séu til einskis á meðal aðilar séu ekki í góðri trú. Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa. Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa.
Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. 27 daga frostlausum kafla lokið Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira