Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar 8. nóvember 2024 12:02 Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar