Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 09:15 Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun