Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Jafnréttismál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun