Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:40 Leikskólinn er við Eggertsgötu og er rekinn af Félagsstofnun stúdenta. Vísir/Einar Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. „Við fengum heimild fyrir helgi til að opna í dag,“ segir Guðrún um opnun leikskólans. Hún segir 55 börn í leikskólanum núna af þeim 128 sem eru skráð. Þau börn sem ekki séu í leikskólanum séu enn sum veik, en önnur að bíða eftir niðurstöðu úr greiningu á sýni. Börnin fá nú mat frá Skólamat en fyrir veikindin var maturinn eldaður á staðnum. Matráður skólans sagði upp eftir að veikindin komu upp. Greint var frá því fyrir helgi að uppruni sýkingarinnar hefði verið hakk sem framleitt var hjá Kjarnafæði en niðurstaða rannsóknar Matís leiddi í ljóst að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Sjá einnig: Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Eitt barn á gjörgæslu Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum og eitt á gjörgæslu vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. „Þetta er allt að þokast í rétta ár og börnin á batavegi,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir á Landspítalanum. Hann á von á því, ef allt gengur eftir óskum, að geta útskrifað börnin í þessari og næstu viku. Eftir það verða þau undir eftirliti á bráðamóttöku eða göngudeild Barnaspítalans. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir er bjartsýnn á að geta útskrifað börnin í þessari eða næstu viku.Landspítali Leiðbeiningar um hvenær má fara í skóla Sóttvarnalæknir gaf í gær úr leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna um það hvenær þau sem smituðust geti snúið aftur til skóla eða vinnu. Þar kemur fram að smitaðir þurfa að vera einkennalausir í minnst tvo daga og þurfa eftir það að skila saursýni til greiningar og staðfestingar á því að sýkingu sé lokið. Nánar hér. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn börn veik og því sé málinu ekki lokið. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningarnar hafi verið sendir á tengiliði foreldra. „Þetta var mjög alvarlegt og það er tækifæri til að læra af því hvað við getum gert betur varðandi framleiðslu og umgengni við mat. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar þó þetta sé sem betur fer mjög sjaldgæft. Þetta var mjög viðkvæmur hópur, svona lítil börn. Það eru auðvitað enn börn veik þannig að því leytinu til er þetta ekki búið,“ segir Guðrún. Þau eigi ekki von á því að fleiri bætist við. Það sé búið að finna uppruna sýkingarinnar og því líklegt að málinu sé lokið að því leytinu til. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Háskólar Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Við fengum heimild fyrir helgi til að opna í dag,“ segir Guðrún um opnun leikskólans. Hún segir 55 börn í leikskólanum núna af þeim 128 sem eru skráð. Þau börn sem ekki séu í leikskólanum séu enn sum veik, en önnur að bíða eftir niðurstöðu úr greiningu á sýni. Börnin fá nú mat frá Skólamat en fyrir veikindin var maturinn eldaður á staðnum. Matráður skólans sagði upp eftir að veikindin komu upp. Greint var frá því fyrir helgi að uppruni sýkingarinnar hefði verið hakk sem framleitt var hjá Kjarnafæði en niðurstaða rannsóknar Matís leiddi í ljóst að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Sjá einnig: Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Eitt barn á gjörgæslu Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum og eitt á gjörgæslu vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. „Þetta er allt að þokast í rétta ár og börnin á batavegi,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir á Landspítalanum. Hann á von á því, ef allt gengur eftir óskum, að geta útskrifað börnin í þessari og næstu viku. Eftir það verða þau undir eftirliti á bráðamóttöku eða göngudeild Barnaspítalans. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir er bjartsýnn á að geta útskrifað börnin í þessari eða næstu viku.Landspítali Leiðbeiningar um hvenær má fara í skóla Sóttvarnalæknir gaf í gær úr leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna um það hvenær þau sem smituðust geti snúið aftur til skóla eða vinnu. Þar kemur fram að smitaðir þurfa að vera einkennalausir í minnst tvo daga og þurfa eftir það að skila saursýni til greiningar og staðfestingar á því að sýkingu sé lokið. Nánar hér. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn börn veik og því sé málinu ekki lokið. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningarnar hafi verið sendir á tengiliði foreldra. „Þetta var mjög alvarlegt og það er tækifæri til að læra af því hvað við getum gert betur varðandi framleiðslu og umgengni við mat. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar þó þetta sé sem betur fer mjög sjaldgæft. Þetta var mjög viðkvæmur hópur, svona lítil börn. Það eru auðvitað enn börn veik þannig að því leytinu til er þetta ekki búið,“ segir Guðrún. Þau eigi ekki von á því að fleiri bætist við. Það sé búið að finna uppruna sýkingarinnar og því líklegt að málinu sé lokið að því leytinu til.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Háskólar Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13
Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23
Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14