Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:15 Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Óljóst er af hvaða ástæðu stjórnvöld hyggjast fella heimildina niður en augljóst að þar með munu margir íbúðaeigendur sjá fram á verri skuldastöðu auk þess sem líklegt er að þrengri fjárhagsstaða verði til þess að einhverjir hætti að nýta sér heimild til séreignarsparnaðar og verði þar með af mótframlagi launagreiðenda. Íbúðakaupendur standa frammi fyrir þungri greiðslubyrði Hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum hefur ekki létt fjárhagsstöðu heimila og kjaraþróun háskólamenntaðra og tekjur eru langt frá því að halda í við þessar hækkanir, sjá mynd 1. Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs og ráðstöfunartekna meistaragráðu Í stað þess að fella niður heimildina, teldi BHM nær að endurskoða viðmiðunarfjárhæðirnar og hækka þær. Hámarksupphæðin sem heimilt er að greiða inn á lánin hefur verið óbreytt frá júlí 2014; 500 þúsund krónur á ári fyrir einstakling og 750 þúsund krónur fyrir þau sem telja fram saman. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 50% (2014 júlí - 2024 júlí) og húsnæðisverð um 270%. Þróunin sýnir þá óviðunandi stöðu sem heimilin í landinu glíma við, þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en bæði verðbólga og kaupmáttur launa. Leið til að draga úr vaxtakostnaði Árið 2023 voru samanlögð vaxtagjöld af fasteignalánum heimilanna 109 milljarðar króna og heildarupphæð fasteignalána nam 2.737 milljörðum. Það ár greiddu heimilin 22,7 milljarða króna af séreignarsparnaði inn á fasteignalán, sem er aðeins lítill hluti af heildarvaxtakostnaði. Það færir okkur heim sanninn um að heimildin hefur dregið úr vaxtakostnaði fyrir skuldsett heimili, en skiptir varla sköpum fyrir framtíðarskattekjur hins opinbera. Þar sem vaxtabætur og skattaleg úrræði fyrir lántakendur hafa minnkað allverulega, standa launþegar, og þá sérstaklega yngra fólk og þau sem keyptu fasteignir á síðustu árum, nú í harðri baráttu við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Við þessar aðstæður hlýtur að teljast óásættanlegt að fellt skuli niður svo mikilvægt úrræði, sem hefur gert íbúðakaupendum kleift að létta greiðslubyrði sína. Komið til móts við millitekjuhópa Rannsóknir og greiningar frá Seðlabanka Íslands sýna að ungt fólk og millitekjufólk eru hóparnir sem helst treysta á hina almennu heimild til að nýta séreignasparnað inn á húsnæðislán. Margt af því fólki glímir einnig við háa greiðslubyrði af námslánum og með hækkandi húsnæðiskostnaði getur þetta úrræði skipt sköpum fyrir fjárhagslega stöðu þeirra. Til viðbótar má nefna að með því að bjóða millitekjufólki slíkan hvata er jafnframt dregið úr þörf þeirra á að leita í verðtryggð lán. Að framlengja hina almennu heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána væri því raunhæf leið til að koma til móts við millitekjufólk, styðja við heimili á óvissutímum í efnahagsmálum og minnka álag á peningastefnuna. Höfundur er formaður BHM.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun