Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. nóvember 2024 22:24 Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsölu Landspítalans (ELMA). Aðsend Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus. Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“ Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“
Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira