Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 22:03 Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar