Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 16:45 Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fjölskyldumál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun