Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 09:31 Í nýjustu könnun Maskínu kemur fram að Miðflokkurinn mælist með mest traust þegar kemur að málefnum hælisleitenda, eða 26%. Það er mjög varhugaverð þróun þar sem Miðflokkurinn hefur haldið á lofti mjög harðri afstöðu í garð innflytjenda og flóttamanna. Á sama tíma mælast Píratar mjög lágt í þessari könnun en ég hef heyrt að það sé vegna þess að það sé óljóst hvar flokkurinn stendur í ýmsum málum. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvar flokkurinn stendur í málefnum hælisleitenda, og útlendinga almennt. Áður en það er gert skal nefna að Píratar var eini flokkurinn sem kaus gegn útlendingafrumvarpinu sem fór fyrir þingið og var samþykkt á þessu ári. En hvar standa Píratar í málefnum hælisleitenda? Við vitum öll að núverandi kerfi sem tekur á móti hælisleitendum og á sama tíma hendir þeim út úr landi virkar ekki. Núverandi kerfi er ómannúðlegt, þungt í vöfum, ógagnsætt og flókið. Píratar vilja því leggja áherslu á að einfalda og bæta móttökukerfið og setja mannúð í fyrirrúm. Við sem samfélag þurfum að tryggja að fólk á flótta fái mannsæmandi aðstöðu þegar það kemur hingað til lands og fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á meðan á umsóknarferli stendur. Það er m.a. gert með því að gefa fólki kost á að vinna á meðan, en í núverandi kerfi mega þau það ekki. Þetta hljómar alveg frekar basic er það ekki? Miðflokkurinn og hælisleitendur Miðflokkurinn leggur áherslu á strangari útlendingalöggjöf og sér ekki Ísland sem áfangastað fyrir hælisleitendur. Þetta hefur verið ríkt í orðræðu þeirra flokks og Sjálfstæðisflokksins, að Ísland sé að taka á móti allt of mörgum. Landamæri Evrópu eru mjög lokuð. Það er mjög erfitt að komast til Íslands. Landamærunum verður ekki lokað neitt frekar nema með því að loka á allt fólk sem vill koma til landsins. Miðflokkurinn segir þó sjálfur í stefnu sinni: „Kerfi hælisveitinga er að mörgu leyti í ólestri og þarfnast gagngerrar endurskoðunar“, en nefna að það sé „ótækt að Ísland verði í auknum mæli að áfangastað glæpagengja“. Ég held að flest geta verið sammála um að við viljum ekki glæpagengi hér á landi en það tengist hælisleitendum nákvæmlega ekki neitt. Það er ekkert sem bendir til þess að nein tenging sér þar á milli, önnur en sú að flóttafólk eru gjarnan fórnarlömb glæpasamtaka, enda algjörlega upp á náð annarra komið. Þetta er fólk sem hefur flúið heimaland sitt, gegn sínum vilja og kemur til Íslands í leit að framtíð og von. Miðflokkurinn segir að lokum: „Íslendingar þurfa sjálfir að hafa stjórn á því hverjum yrði boðið til landsins og beina fólki í öruggan og lögmætan farveg“. Þetta segir að flokkurinn vill velja og hafna þeim sem sækja um vernd hingað til lands. Þetta er hættuleg orðræða því hver getur sagt til um hver er „góður“ hælisleitandi og hver ekki. Það er ekki hægt, Íslandi ber skylda að skoða málið ef einstaklingur kemur til landsins og óskar eftir alþjóðlegri vernd. Ef stjórnvöld ætla að hætta því þá værum við að brjóta alþjóðalög. Samanburður Píratar leggja lykiláherslu að tryggja öllum mannréttindi óháð uppruna en mannréttindi eru hornsteinn í hugmyndafræði Pírata, og reyndar lýðræðissamfélaga almennt. Ég vona að Miðflokkurinn sé ekki ósammála því, en ýmislegt í þeirra stefnu bendir því miður til þess. Píratar vilja að þau sem koma hingað upplifi sig velkomin og sem hluta af sanngjörnu lýðræðissamfélagi sem tekur vel á móti þeim og gerir þeim kleift að verða virkir þátttakendur sem tilheyra samfélaginu. Píratar vilja að umsóknarferlið sé skilvirkt og í samræmi við bæði stjórnarskrána okkar og alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Píratar vilja ekki að fólki séu send þau skilaboð að það sé ekki velkomið hingað til lands til þess að reyna að fæla það í burtu. Ef fólk fær tækifæri til þess að koma undir sig fótunum þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af fjölda. Fólk sem upplifir sig hluta af samfélaginu er reiðubúið að taka þátt í því og byggja það upp. Miðflokkurinn vill leggja meiri áherslu að lönd sem eru nálægt heimasvæðum hælisleitenda taki á móti fleiri hælisleitendum og þannig myndi Ísland „spara“ pening á því að taka á móti færra fólki. Fyrst og fremst skal nefna að íslensk stjórnvöld hafa enga heimild til að senda fólk til hvaða landa sem er. Þar að auki verður Miðflokkurinn að átta sig á því að það felst enginn sparnaður í því að senda fólk úr landi og því lengra út í heim við erum að senda fólk þá kostar það meira. Þess má þó geta að langstærstur hluti flóttafólks er því þegar í nágrannaríkjum sínum, það er bara brota brot sem kemst til Evrópu. Píratar leggja því ríka áherslu á að hætt verði að vísa fólki á flótta frá Íslandi í hættulegar aðstæður, hvort sem það er til ríkja innan Evrópu sem eru með ófullnægjandi og ómannúðlegt hæliskerfi, eða annað þar sem óvissa er um líf viðkomandi eða frelsi. Sömuleiðis eru Píratar á móti brottvísun fólks sem hefur dvalið hér lengi, sérstaklega barna. Við höfum öll séð og fordæmt framkomu stjórnvalda í garð fjölskyldna líkt og Yazan. Slík framkoma er ekkert nema ómannúðleg. Til hvers Píratar? Til að sporna gegn hatursorðræðu í garð hælisleitenda og útlendinga almennt þarf að nálgast þennan málaflokk af mennsku, líkt og Píratar gera. Píratar neita að taka þátt í ómannúðlegri orðræðu og aðgerðum gegn hælisleitendum, útlendingum og fólki almennt. Píratar standa með mannréttindum. Píratar standa með mannúð. Alltaf. Það sorglega er að það gerir Pírata að öðruvísi flokki á Alþingi. Því er mikilvægt að fólk kjósi öðruvísi. Ekki kjósa það sama og venjulega og vonast eftir annarri niðurstöðu. Öðruvísi flokkur eins og Píratar býður upp á öðruvísi, mannúðlegri og betri niðurstöðu. Vertu breytingin sem þú vilt sjá í samfélaginu og kjóstu það sem rímar við þín grunngildi. Ef þessi gildi sem ég nefni hér fyrir ofan; mannréttindi, jafnrétti og mannúð – ríma við þín gildi, þá eru Píratar flokkurinn fyrir þig! Höfundur er helfararsagnfræðingur og formaður stefnu- og málefnanefndar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu könnun Maskínu kemur fram að Miðflokkurinn mælist með mest traust þegar kemur að málefnum hælisleitenda, eða 26%. Það er mjög varhugaverð þróun þar sem Miðflokkurinn hefur haldið á lofti mjög harðri afstöðu í garð innflytjenda og flóttamanna. Á sama tíma mælast Píratar mjög lágt í þessari könnun en ég hef heyrt að það sé vegna þess að það sé óljóst hvar flokkurinn stendur í ýmsum málum. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvar flokkurinn stendur í málefnum hælisleitenda, og útlendinga almennt. Áður en það er gert skal nefna að Píratar var eini flokkurinn sem kaus gegn útlendingafrumvarpinu sem fór fyrir þingið og var samþykkt á þessu ári. En hvar standa Píratar í málefnum hælisleitenda? Við vitum öll að núverandi kerfi sem tekur á móti hælisleitendum og á sama tíma hendir þeim út úr landi virkar ekki. Núverandi kerfi er ómannúðlegt, þungt í vöfum, ógagnsætt og flókið. Píratar vilja því leggja áherslu á að einfalda og bæta móttökukerfið og setja mannúð í fyrirrúm. Við sem samfélag þurfum að tryggja að fólk á flótta fái mannsæmandi aðstöðu þegar það kemur hingað til lands og fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á meðan á umsóknarferli stendur. Það er m.a. gert með því að gefa fólki kost á að vinna á meðan, en í núverandi kerfi mega þau það ekki. Þetta hljómar alveg frekar basic er það ekki? Miðflokkurinn og hælisleitendur Miðflokkurinn leggur áherslu á strangari útlendingalöggjöf og sér ekki Ísland sem áfangastað fyrir hælisleitendur. Þetta hefur verið ríkt í orðræðu þeirra flokks og Sjálfstæðisflokksins, að Ísland sé að taka á móti allt of mörgum. Landamæri Evrópu eru mjög lokuð. Það er mjög erfitt að komast til Íslands. Landamærunum verður ekki lokað neitt frekar nema með því að loka á allt fólk sem vill koma til landsins. Miðflokkurinn segir þó sjálfur í stefnu sinni: „Kerfi hælisveitinga er að mörgu leyti í ólestri og þarfnast gagngerrar endurskoðunar“, en nefna að það sé „ótækt að Ísland verði í auknum mæli að áfangastað glæpagengja“. Ég held að flest geta verið sammála um að við viljum ekki glæpagengi hér á landi en það tengist hælisleitendum nákvæmlega ekki neitt. Það er ekkert sem bendir til þess að nein tenging sér þar á milli, önnur en sú að flóttafólk eru gjarnan fórnarlömb glæpasamtaka, enda algjörlega upp á náð annarra komið. Þetta er fólk sem hefur flúið heimaland sitt, gegn sínum vilja og kemur til Íslands í leit að framtíð og von. Miðflokkurinn segir að lokum: „Íslendingar þurfa sjálfir að hafa stjórn á því hverjum yrði boðið til landsins og beina fólki í öruggan og lögmætan farveg“. Þetta segir að flokkurinn vill velja og hafna þeim sem sækja um vernd hingað til lands. Þetta er hættuleg orðræða því hver getur sagt til um hver er „góður“ hælisleitandi og hver ekki. Það er ekki hægt, Íslandi ber skylda að skoða málið ef einstaklingur kemur til landsins og óskar eftir alþjóðlegri vernd. Ef stjórnvöld ætla að hætta því þá værum við að brjóta alþjóðalög. Samanburður Píratar leggja lykiláherslu að tryggja öllum mannréttindi óháð uppruna en mannréttindi eru hornsteinn í hugmyndafræði Pírata, og reyndar lýðræðissamfélaga almennt. Ég vona að Miðflokkurinn sé ekki ósammála því, en ýmislegt í þeirra stefnu bendir því miður til þess. Píratar vilja að þau sem koma hingað upplifi sig velkomin og sem hluta af sanngjörnu lýðræðissamfélagi sem tekur vel á móti þeim og gerir þeim kleift að verða virkir þátttakendur sem tilheyra samfélaginu. Píratar vilja að umsóknarferlið sé skilvirkt og í samræmi við bæði stjórnarskrána okkar og alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Píratar vilja ekki að fólki séu send þau skilaboð að það sé ekki velkomið hingað til lands til þess að reyna að fæla það í burtu. Ef fólk fær tækifæri til þess að koma undir sig fótunum þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af fjölda. Fólk sem upplifir sig hluta af samfélaginu er reiðubúið að taka þátt í því og byggja það upp. Miðflokkurinn vill leggja meiri áherslu að lönd sem eru nálægt heimasvæðum hælisleitenda taki á móti fleiri hælisleitendum og þannig myndi Ísland „spara“ pening á því að taka á móti færra fólki. Fyrst og fremst skal nefna að íslensk stjórnvöld hafa enga heimild til að senda fólk til hvaða landa sem er. Þar að auki verður Miðflokkurinn að átta sig á því að það felst enginn sparnaður í því að senda fólk úr landi og því lengra út í heim við erum að senda fólk þá kostar það meira. Þess má þó geta að langstærstur hluti flóttafólks er því þegar í nágrannaríkjum sínum, það er bara brota brot sem kemst til Evrópu. Píratar leggja því ríka áherslu á að hætt verði að vísa fólki á flótta frá Íslandi í hættulegar aðstæður, hvort sem það er til ríkja innan Evrópu sem eru með ófullnægjandi og ómannúðlegt hæliskerfi, eða annað þar sem óvissa er um líf viðkomandi eða frelsi. Sömuleiðis eru Píratar á móti brottvísun fólks sem hefur dvalið hér lengi, sérstaklega barna. Við höfum öll séð og fordæmt framkomu stjórnvalda í garð fjölskyldna líkt og Yazan. Slík framkoma er ekkert nema ómannúðleg. Til hvers Píratar? Til að sporna gegn hatursorðræðu í garð hælisleitenda og útlendinga almennt þarf að nálgast þennan málaflokk af mennsku, líkt og Píratar gera. Píratar neita að taka þátt í ómannúðlegri orðræðu og aðgerðum gegn hælisleitendum, útlendingum og fólki almennt. Píratar standa með mannréttindum. Píratar standa með mannúð. Alltaf. Það sorglega er að það gerir Pírata að öðruvísi flokki á Alþingi. Því er mikilvægt að fólk kjósi öðruvísi. Ekki kjósa það sama og venjulega og vonast eftir annarri niðurstöðu. Öðruvísi flokkur eins og Píratar býður upp á öðruvísi, mannúðlegri og betri niðurstöðu. Vertu breytingin sem þú vilt sjá í samfélaginu og kjóstu það sem rímar við þín grunngildi. Ef þessi gildi sem ég nefni hér fyrir ofan; mannréttindi, jafnrétti og mannúð – ríma við þín gildi, þá eru Píratar flokkurinn fyrir þig! Höfundur er helfararsagnfræðingur og formaður stefnu- og málefnanefndar Pírata.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun