Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar 30. október 2024 20:17 Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu. Á Íslandi búa nú 65.870 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofunni, fólk sem við köllum oft einu nafni útlendinga. Sá hópur hefur stækkað um 0,24% það sem af er ári ef þau sem hafa fengið alþjóðlega vernd eru talin, en um 1,58% ef Úkraínumenn eru teknir með. Því spyr ég: Hvað ætla flokkarnir, sem sífellt tala um að „taka á útlendingamálum“ og „ná stjórn á landamærunum“, raunverulega að gera? Er markmiðið að minnka þann hóp útlendinga sem hingað kemur? Vilja þeir hætta að ráða útlendinga í vinnu? Ganga úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES)? Hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða sleppa því alfarið að veita alþjóðlega vernd, sem væri brot á Genfarsáttmálanum frá 1951? Staðan í málefnum flóttafólks hefur í raun lítið breyst undanfarin ár, nema fyrir þá stóru hópa Úkraínumanna og Venesúelabúa sem íslensk stjórnvöld ákváðu að veita vernd vegna sérstakra aðstæðna í heimalöndum þeirra. Úkraínumenn flúðu stríðsástandið í Úkraínu og fengu mannúðarleyfi, en Venesúelabúar fengu tímabundna viðbótarvernd samkvæmt sérstakri ákvörðun þar um, vegna efnahags- og pólitískrar kreppu í heimalandi sínu. Þessir hópar hafa verið helstu drifkraftarnir á bak við aukinn fjölda flóttafólks og hækkandi kostnað í útlendingamálum. Í því samhengi er vert að nefna að sérstaklega voru Venesúelabúar með mjög háa atvinnuþátttöku, eða 86,5%, sem var hærri en meðal innfæddra. Þeir greiddu skatta og stóðu undir sér fjárhagslega, sem hafði jákvæð áhrif á samfélagið. Hins vegar, þegar stjórnvöld breyttu fyrri stefnu sinni og hættu að veita þeim vernd, misstu þeir rétt til að vinna og urðu háðir opinberri framfærslu áður en þeir voru sendir úr landi. Þetta leiddi til verulegs kostnaðarauka fyrir ríkið, þar sem fólk sem áður var sjálfbjarga þurfti nú að treysta á húsnæði og framfærslu frá opinberum aðilum. Þetta atriði útskýrir fyrst og fremst af hverju kostnaður við útlendingamálin jókst. Ástæðan var ekki almenn fjölgun flóttafólks heldur meðvituð ákvörðun um stefnu stjórnvalda gagnvart þessum tilteknu hópum. Þannig er kostnaðaraukningin fyrst og fremst tengd stefnubreytingum sem höfðu áhrif á atvinnuréttindi Venesúelabúa. Nánar er hægt að lesa sér til um þennan kostnað á síðu Stjórnarráðsins sem finna má á hlekk í heimildum hér neðar í greininni. Flokkarnir sem tala um að „taka á útlendingamálunum“ þurfa þá að útskýra hvort þeir ætli að hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða erlendu vinnuafli. Ef svo er, hvaða atvinnugreinar eiga þá að taka á sig búsifjar vegna starfsmannaskorts? Margir lykilgeirar í íslensku hagkerfi reiða sig í auknum mæli á erlent vinnuafl til að halda uppi rekstri, í hvaða atvinnugreinum vilja þessir stjórnmálamenn helst skera niður í? Hér eru nokkur dæmi, en engan veginn tæmandi listi: Ferðaþjónusta: Ferðaþjónustan er ein stærsta atvinnugrein landsins og treystir á erlenda starfsmenn til að manna þjónustustörfin. Byggingariðnaður: Mörg stór framkvæmda- og byggingaverkefni væru ekki möguleg án erlends vinnuafls sem sinnir bæði sérhæfðum og almennum störfum. Hjúkrunarheimili og leikskólar: Velferðar- og menntageirinn reiðir sig á erlent vinnuafl til að tryggja nægjanlegan fjölda starfsfólks á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og annarri grunnþjónustu. Samgöngufyrirtæki: Erlendir starfsmenn gegna mikilvægu hlutverki í flutningum og samgöngum. Landbúnaður: Kjötframleiðsla hefur áratugum saman reitt sig á erlenda starfsmenn, þar sem innlent vinnuafl hefur ekki dugað til að mæta eftirspurn. Sjávarútvegur: Fiskvinnsla hefur einnig áratugum saman reitt sig á erlent vinnuafl, þar sem íslenskir starfsmenn fylla ekki öll störf í greininni. Tæknigeirinn: Íslensk fyrirtæki í hugbúnaðar- og upplýsingatækni hafa leitað í síauknum mæli til erlendra sérfræðinga vegna sérhæfðra starfa. Heilbrigðisþjónusta: Sjúkrahús og heilsugæsla reiða sig á erlent starfsfólk til að mæta þörfum í heilbrigðiskerfinu. Matvælaiðnaður: Fisk- og kjötvinnsla, ásamt gróðurhúsaræktun, notar erlent vinnuafl til að tryggja framleiðslu, sem annars væri erfitt að manna með íslensku vinnuafli. Þrif og viðhald: Starfsfólk í hreingerningum og viðhaldi á fasteignum er að stórum hluta erlent, og sú þjónusta er ómissandi í samfélaginu. Ef erlendu starfsfólki yrði fækkað myndi það setja þrýsting á þessar greinar og þar með allt samfélagið. Skortur á starfsfólki myndi leiða til minna framboðs á þjónustu og samdráttar í framleiðslu, hagvexti, lífsgæðum og velferð. Þannig vaknar spurningin: Eru flokkarnir, sem tala um að „taka á útlendingamálum“, tilbúnir að takast á við þessar afleiðingar? Fjöldi útlendinga á árinu 2024 skiptist þannig í prósentum: Erlent vinnuafl: 98,43% Úkraínumenn: 1,34% Aðrir: 0,24% Hvers vegna er allur fókus umræðunnar 2024 á þessum 0,24% sem Excel tekst ekki einu sinni að gera greinileg fyrir mig á kökuriti? Getur verið að stóru viðfangsefnin í stjórnmálunum sé að finna annars staðar en hjá þessum agnarsmáa hópi flóttafólks, eða hjá mikilvægu vinnandi fólki í samfélaginu okkar? Heimildir Hagstofa Íslands. (2024). Mannfjöldinn 1. janúar 2024. Sótt af https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn-1-januar-2024 Útlendingastofnun. (2024). Tölfræði verndarsviðs janúar-september 2024. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2rqOXRQXw7zneGGCmfCY0P/6568c254a71bc06d7e4abbdac8e192d3/T_lfr__i_verndarsvi_s_jan_ar-september_2024.pdf Stjórnarráðið. (2024). Fjármálaáætlun 2025–2029: Greinargerð. Sótt af https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=408ba390-fa51-11ee-b883-005056bcde1f Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Venesúela Palestína Úkraína Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu. Á Íslandi búa nú 65.870 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofunni, fólk sem við köllum oft einu nafni útlendinga. Sá hópur hefur stækkað um 0,24% það sem af er ári ef þau sem hafa fengið alþjóðlega vernd eru talin, en um 1,58% ef Úkraínumenn eru teknir með. Því spyr ég: Hvað ætla flokkarnir, sem sífellt tala um að „taka á útlendingamálum“ og „ná stjórn á landamærunum“, raunverulega að gera? Er markmiðið að minnka þann hóp útlendinga sem hingað kemur? Vilja þeir hætta að ráða útlendinga í vinnu? Ganga úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES)? Hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða sleppa því alfarið að veita alþjóðlega vernd, sem væri brot á Genfarsáttmálanum frá 1951? Staðan í málefnum flóttafólks hefur í raun lítið breyst undanfarin ár, nema fyrir þá stóru hópa Úkraínumanna og Venesúelabúa sem íslensk stjórnvöld ákváðu að veita vernd vegna sérstakra aðstæðna í heimalöndum þeirra. Úkraínumenn flúðu stríðsástandið í Úkraínu og fengu mannúðarleyfi, en Venesúelabúar fengu tímabundna viðbótarvernd samkvæmt sérstakri ákvörðun þar um, vegna efnahags- og pólitískrar kreppu í heimalandi sínu. Þessir hópar hafa verið helstu drifkraftarnir á bak við aukinn fjölda flóttafólks og hækkandi kostnað í útlendingamálum. Í því samhengi er vert að nefna að sérstaklega voru Venesúelabúar með mjög háa atvinnuþátttöku, eða 86,5%, sem var hærri en meðal innfæddra. Þeir greiddu skatta og stóðu undir sér fjárhagslega, sem hafði jákvæð áhrif á samfélagið. Hins vegar, þegar stjórnvöld breyttu fyrri stefnu sinni og hættu að veita þeim vernd, misstu þeir rétt til að vinna og urðu háðir opinberri framfærslu áður en þeir voru sendir úr landi. Þetta leiddi til verulegs kostnaðarauka fyrir ríkið, þar sem fólk sem áður var sjálfbjarga þurfti nú að treysta á húsnæði og framfærslu frá opinberum aðilum. Þetta atriði útskýrir fyrst og fremst af hverju kostnaður við útlendingamálin jókst. Ástæðan var ekki almenn fjölgun flóttafólks heldur meðvituð ákvörðun um stefnu stjórnvalda gagnvart þessum tilteknu hópum. Þannig er kostnaðaraukningin fyrst og fremst tengd stefnubreytingum sem höfðu áhrif á atvinnuréttindi Venesúelabúa. Nánar er hægt að lesa sér til um þennan kostnað á síðu Stjórnarráðsins sem finna má á hlekk í heimildum hér neðar í greininni. Flokkarnir sem tala um að „taka á útlendingamálunum“ þurfa þá að útskýra hvort þeir ætli að hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða erlendu vinnuafli. Ef svo er, hvaða atvinnugreinar eiga þá að taka á sig búsifjar vegna starfsmannaskorts? Margir lykilgeirar í íslensku hagkerfi reiða sig í auknum mæli á erlent vinnuafl til að halda uppi rekstri, í hvaða atvinnugreinum vilja þessir stjórnmálamenn helst skera niður í? Hér eru nokkur dæmi, en engan veginn tæmandi listi: Ferðaþjónusta: Ferðaþjónustan er ein stærsta atvinnugrein landsins og treystir á erlenda starfsmenn til að manna þjónustustörfin. Byggingariðnaður: Mörg stór framkvæmda- og byggingaverkefni væru ekki möguleg án erlends vinnuafls sem sinnir bæði sérhæfðum og almennum störfum. Hjúkrunarheimili og leikskólar: Velferðar- og menntageirinn reiðir sig á erlent vinnuafl til að tryggja nægjanlegan fjölda starfsfólks á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og annarri grunnþjónustu. Samgöngufyrirtæki: Erlendir starfsmenn gegna mikilvægu hlutverki í flutningum og samgöngum. Landbúnaður: Kjötframleiðsla hefur áratugum saman reitt sig á erlenda starfsmenn, þar sem innlent vinnuafl hefur ekki dugað til að mæta eftirspurn. Sjávarútvegur: Fiskvinnsla hefur einnig áratugum saman reitt sig á erlent vinnuafl, þar sem íslenskir starfsmenn fylla ekki öll störf í greininni. Tæknigeirinn: Íslensk fyrirtæki í hugbúnaðar- og upplýsingatækni hafa leitað í síauknum mæli til erlendra sérfræðinga vegna sérhæfðra starfa. Heilbrigðisþjónusta: Sjúkrahús og heilsugæsla reiða sig á erlent starfsfólk til að mæta þörfum í heilbrigðiskerfinu. Matvælaiðnaður: Fisk- og kjötvinnsla, ásamt gróðurhúsaræktun, notar erlent vinnuafl til að tryggja framleiðslu, sem annars væri erfitt að manna með íslensku vinnuafli. Þrif og viðhald: Starfsfólk í hreingerningum og viðhaldi á fasteignum er að stórum hluta erlent, og sú þjónusta er ómissandi í samfélaginu. Ef erlendu starfsfólki yrði fækkað myndi það setja þrýsting á þessar greinar og þar með allt samfélagið. Skortur á starfsfólki myndi leiða til minna framboðs á þjónustu og samdráttar í framleiðslu, hagvexti, lífsgæðum og velferð. Þannig vaknar spurningin: Eru flokkarnir, sem tala um að „taka á útlendingamálum“, tilbúnir að takast á við þessar afleiðingar? Fjöldi útlendinga á árinu 2024 skiptist þannig í prósentum: Erlent vinnuafl: 98,43% Úkraínumenn: 1,34% Aðrir: 0,24% Hvers vegna er allur fókus umræðunnar 2024 á þessum 0,24% sem Excel tekst ekki einu sinni að gera greinileg fyrir mig á kökuriti? Getur verið að stóru viðfangsefnin í stjórnmálunum sé að finna annars staðar en hjá þessum agnarsmáa hópi flóttafólks, eða hjá mikilvægu vinnandi fólki í samfélaginu okkar? Heimildir Hagstofa Íslands. (2024). Mannfjöldinn 1. janúar 2024. Sótt af https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn-1-januar-2024 Útlendingastofnun. (2024). Tölfræði verndarsviðs janúar-september 2024. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2rqOXRQXw7zneGGCmfCY0P/6568c254a71bc06d7e4abbdac8e192d3/T_lfr__i_verndarsvi_s_jan_ar-september_2024.pdf Stjórnarráðið. (2024). Fjármálaáætlun 2025–2029: Greinargerð. Sótt af https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=408ba390-fa51-11ee-b883-005056bcde1f Höfundur er ráðgjafi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun