Vaxandi stríðsátök, en með íslenskum vopnum? Eldur Smári Kristinsson skrifar 28. október 2024 07:47 Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar