Hegðaði sér eins og einræðisherra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 „Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kom enn fremur í máli Kohls að evrunni hefði líklega verið hafnað af um 70% þýzkra kjósenda hefði málið verið lagt í dóm þeirra. Hann hefði hegðað sér „eins og einræðisherra“ til þess að tryggja að evran yrði að veruleika. Mikill þrýstingur hafi komið frá öðrum þáverandi forystumönnum ríkja innan Evrópusambandsins að sjá til þess að svo yrði þrátt fyrir að hugmyndin um sameiginlegan gjaldmiðil nyti ekki mikilla vinsælda í Þýzkalandi. Þar á meðal þáverandi forseti Frakklands, François Mitterrand. „Þeir töldu, og höfðu rétt fyrir sér, að ef Þýzkaland tæki ekki upp evrun myndi enginn gera það,“ sagði Kohl að sama skapi og enn fremur: „Ég vildi að evran yrði að verueika vegna þess að það þýddi að mínu mati að ekki yrði aftur snúið í samrunaþróun Evrópusambandsins.“ Evran hefur frá upphafi verið hugsuð sem stórt skref í áttina að lokamarkmiði samrunans, að til verði á endanum evrópskt sambandsríki. Sjálfur var Kohl mikill og yfirlýstur stuðningsmaður þess markmiðs og talaði þá iðulega um Bandaríki Evrópu. Hverfist allt um lokamarkmiðið Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunans, fjallar enn fremur um það í ævisögu sinni hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Margt af því sem talið er Evrópusambandinu til tekna og er gjarnan jákvætt í eðli sínu er í raun liður í því að vinna að framgangi lokamarksmiðsins. Ekki sízt til þess að tryggja stuðning við sambandið og um leið lokamarkmiðið. Til að mynda raunveruleg neytendavernd, nemaskipti, sjúkrakort og símareiki. Hæglega væri hægt að semja um slíkt til dæmis sem hluta af víðtækum fríverzlunarsamningum. Til þess þyrfti ekki umfangsmikið, yfirþjóðlegt og miðstýrt skriffinskubákn sem stefnir að því leynt og ljóst að verða að einu ríki. Hið ólýðræðislega upphaf evrunnar Mjög langur vegur er þannig frá því að Þjóðverjar hafi fórnað þýzka markinu og tekið upp evruna af fúsum og frjálsum vilja. Þvert á móti var henni þröngvað upp á þá líkt og fleiri ríki Evrópusambandsins. Kjósendur þeirra ríkja sem fengið hafa að segja álit sitt á evrunni í þjóðaratkvæði, Danir og Svíar, hafa hafnað henni. Meira en fjórðungur ríkja sambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að vera lagalega skuldbundin til þess að Dönum undanskildum. Allajafna þar sem þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi ákalls hérlendra Evrópusambandsinna eftir inngöngu í Evrópusambandið, einkum til þess að taka upp evruna, að ríki sem þegar eru innan sambandsins kæri sig ekki um hana og reyni meðal annars að uppfylla vísvitandi ekki efnahagsleg skilyrði þess að taka hana upp. Tal um evruna sem öflugan gjaldmiðil stenzt einfaldlega ekki skoðun. Hún hvílir þvert á móti á brauðfótum eins og til að mynda Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, hefur varað við. Full ástæða er til þess að hafa í huga ólýðræðislegt upphaf evrusvæðisins þegar rætt er um Evrópusambandið og að upptöku evrunnar hefur í öllum tilfellum verið hafnað þegar kjósendur hafa fengið að segja álit á henni. Þá má ekki síður hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðunar. Tilgangur lágra vaxta er enda allajafna sá að reyna að koma efnahagslífinu aftur í gang. Ítrekaðar tilraunir til þess hafa þó engu skilað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kom enn fremur í máli Kohls að evrunni hefði líklega verið hafnað af um 70% þýzkra kjósenda hefði málið verið lagt í dóm þeirra. Hann hefði hegðað sér „eins og einræðisherra“ til þess að tryggja að evran yrði að veruleika. Mikill þrýstingur hafi komið frá öðrum þáverandi forystumönnum ríkja innan Evrópusambandsins að sjá til þess að svo yrði þrátt fyrir að hugmyndin um sameiginlegan gjaldmiðil nyti ekki mikilla vinsælda í Þýzkalandi. Þar á meðal þáverandi forseti Frakklands, François Mitterrand. „Þeir töldu, og höfðu rétt fyrir sér, að ef Þýzkaland tæki ekki upp evrun myndi enginn gera það,“ sagði Kohl að sama skapi og enn fremur: „Ég vildi að evran yrði að verueika vegna þess að það þýddi að mínu mati að ekki yrði aftur snúið í samrunaþróun Evrópusambandsins.“ Evran hefur frá upphafi verið hugsuð sem stórt skref í áttina að lokamarkmiði samrunans, að til verði á endanum evrópskt sambandsríki. Sjálfur var Kohl mikill og yfirlýstur stuðningsmaður þess markmiðs og talaði þá iðulega um Bandaríki Evrópu. Hverfist allt um lokamarkmiðið Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunans, fjallar enn fremur um það í ævisögu sinni hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Margt af því sem talið er Evrópusambandinu til tekna og er gjarnan jákvætt í eðli sínu er í raun liður í því að vinna að framgangi lokamarksmiðsins. Ekki sízt til þess að tryggja stuðning við sambandið og um leið lokamarkmiðið. Til að mynda raunveruleg neytendavernd, nemaskipti, sjúkrakort og símareiki. Hæglega væri hægt að semja um slíkt til dæmis sem hluta af víðtækum fríverzlunarsamningum. Til þess þyrfti ekki umfangsmikið, yfirþjóðlegt og miðstýrt skriffinskubákn sem stefnir að því leynt og ljóst að verða að einu ríki. Hið ólýðræðislega upphaf evrunnar Mjög langur vegur er þannig frá því að Þjóðverjar hafi fórnað þýzka markinu og tekið upp evruna af fúsum og frjálsum vilja. Þvert á móti var henni þröngvað upp á þá líkt og fleiri ríki Evrópusambandsins. Kjósendur þeirra ríkja sem fengið hafa að segja álit sitt á evrunni í þjóðaratkvæði, Danir og Svíar, hafa hafnað henni. Meira en fjórðungur ríkja sambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að vera lagalega skuldbundin til þess að Dönum undanskildum. Allajafna þar sem þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi ákalls hérlendra Evrópusambandsinna eftir inngöngu í Evrópusambandið, einkum til þess að taka upp evruna, að ríki sem þegar eru innan sambandsins kæri sig ekki um hana og reyni meðal annars að uppfylla vísvitandi ekki efnahagsleg skilyrði þess að taka hana upp. Tal um evruna sem öflugan gjaldmiðil stenzt einfaldlega ekki skoðun. Hún hvílir þvert á móti á brauðfótum eins og til að mynda Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, hefur varað við. Full ástæða er til þess að hafa í huga ólýðræðislegt upphaf evrusvæðisins þegar rætt er um Evrópusambandið og að upptöku evrunnar hefur í öllum tilfellum verið hafnað þegar kjósendur hafa fengið að segja álit á henni. Þá má ekki síður hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðunar. Tilgangur lágra vaxta er enda allajafna sá að reyna að koma efnahagslífinu aftur í gang. Ítrekaðar tilraunir til þess hafa þó engu skilað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar