Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 16:45 Play á ekki sjö dagana sæla í Kauphöllinni. Vísir/Vilhelm Gengi bréfa í Play féll um tæp þrettán prósent í dag og verð á bréfum í félaginu er nú 0,82 krónur á hlut. Sú var staðan þegar lokað var fyrir viðskipti með bréf í Kauphöllinni á fjórða tímanum í dag. Í gær birti félagið uppgjör þar sem kom fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um þriðjung milli ára. Forstjóri félagsins kynnti grundvallarbreytingar á rekstrarmódeli félagsins á fundi í gær. Í uppgjörinu sagði að Play hefði hagnast um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallar sagði sömuleiðis að félagið skoðaði að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi, sem sótt hefur verið um á Möltu. Lækkað um 97 prósent á þremur árum Gengi Play hefur verið á nokkuð hraðri niðurleið undanfarið. Dagana eftir að tilkynnt var að afkoma hefði verið lakari en búist hafði verið við og að félagið hefði sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu á dögunum lækkaði gengið hressilega. Daginn eftir nam lækkunin 28,13 prósentum og hinn daginn 26,09 prósentum. Þá fór gengið lægst niður í eina krónu. Gengið fór fyrst niður fyrir eina krónu á þriðjudaginn og stendur nú í 0,82 krónum á hlut. Þó er vert að taka fram að 12,77 prósenta lækkun dagsins varð í svo gott sem engum viðskiptum með bréfin. Sýslað var með bréf í félaginu 75 sinnum í dag og veltan nam aðeins 16 milljónum króna. Fyrir rétt liðlega þremur árum, þann 14. október árið 2021, var gengi Play hæst þegar það stóð í 29,2 krónum. Það gerir lækkun upp á um 97 prósent á þremur árum. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í uppgjörinu sagði að Play hefði hagnast um hálfan milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 724 milljónir króna. Í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallar sagði sömuleiðis að félagið skoðaði að ráðast í hlutafjáraukningu og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi, sem sótt hefur verið um á Möltu. Lækkað um 97 prósent á þremur árum Gengi Play hefur verið á nokkuð hraðri niðurleið undanfarið. Dagana eftir að tilkynnt var að afkoma hefði verið lakari en búist hafði verið við og að félagið hefði sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu á dögunum lækkaði gengið hressilega. Daginn eftir nam lækkunin 28,13 prósentum og hinn daginn 26,09 prósentum. Þá fór gengið lægst niður í eina krónu. Gengið fór fyrst niður fyrir eina krónu á þriðjudaginn og stendur nú í 0,82 krónum á hlut. Þó er vert að taka fram að 12,77 prósenta lækkun dagsins varð í svo gott sem engum viðskiptum með bréfin. Sýslað var með bréf í félaginu 75 sinnum í dag og veltan nam aðeins 16 milljónum króna. Fyrir rétt liðlega þremur árum, þann 14. október árið 2021, var gengi Play hæst þegar það stóð í 29,2 krónum. Það gerir lækkun upp á um 97 prósent á þremur árum.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira